Ég ætla að leyfa mér smá væmni í dag og gera smá bless TBS blogg.
Þessi tæplega 4 ilmandi og gleðilegu ár eru eitthvað sem ég mun lengi lifa á. Ég er búin að kynnast skemmtilegu fólki, læra hluti sem eiga eftir að nýtast mér ævilangt og skemmta mér konunglega við það. Ég vona að allir fái einhverntíman að kynnast því að starfa hjá fyrirtæki sem gerir vel við starfsfólkið sitt og maður getur treyst 100%, en ég veit að það er ekki sjálfgefið. Topp yfirmenn, topp boddípíur og topp krem!
Takk fyrir mig TBS!
P.S. Einhversstaðar þarna úti er stelpa sem heldur að það megi bera brennsluolíurnar á sig eins og ilmvatn, en ég laug því óvart að henni fyrsta daginn minn. Ég vona að hún hafi ekki hlotið alvarlegan skaða af.










Leave a Reply