Grautur! (Bloggaraverðlaun ársins)

Ég hef ekki skrifað neitt hér í 3 vikur og þrátt fyrir flutninga og allskyns breytingar tek ég meðvitaða ákvörðun um að blogga um morgunmatinn minn! Hvað er að?
Ég er vön að fá mér chia graut í morgunmat (overnight) og ég var að öppdeita hann aðeins. Nú er hann fullkominn og ég verð að deila því með einhverjum sem nennir að lesa bloggfærslu merkt ‘grautur’

Ég geri grautinn minn yfirleitt í krukku með loki svo að það sé auðvelt að kippa honum með í vinnuna. Ég set lúku-tvær af höfrum í krukkuna og svo tvær msk chia fræ. Svo set ég hafra- eða kókosmjólk (má nota hvaða mjólk sem er, hef líka notað kókosvatn) og læt hana ná vel uppfyrir stöffið. Það tók mig smá tíma að cirka út mjólkina, en ég nota engar mælieiningar því ég er hálfviti. Næst set ég svona 4 dropa af stevíu út í allt saman, hræri, loka og set inn í ísskáp. Um morguninn set ég svo c.a 2 msk af grískri jógúrt, skvettu af waldens jarðarberjasýrópi (sykurlaust) og nokkur bláber ofaná. Svo hræri ég þessu saman og ét! Ég er nýbyrjuð á þessu með jógúrtina og sýrópið, en ég hef alltaf bætt ávöxtum við um morguninn. Sýrópið er vel sætt, svoleiðis að stevían er í raun og veru óþörf ef ég ætla í þann pakka. Þetta er einfaldast í heimi og gott start á deginum! Á myndinni lúkkar þetta mjög næs, en svo er þetta pínu eins og pink slime þegar maður er búinn að blanda því saman. Samt gotttt!

20140513-090934.jpg

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: