Nýja lífið!

HÆ!

Nú hef ég ekki skrifað neinar fréttir hér í einn og hálfan mánuð og heldur betur tími til kominn að fara að sinna þessu bloggi. Við litla fjölskyldan erum flutt austur á Hornafjörð og búum í húsinu hans afa í Hólmi. Hér líður okkur vel og við höfum nóg fyrir stafni. Katla Eldey er sérstaklega ánægð með þessa ákvörðun okkar og er glaðasta barn í heimi. Hér getur hún eytt hellings tíma með ömmum sínum og öfum og borðað sand í tonnavís. Ég hendi inn nokkrum myndum og læt þær tala.

Nú ætla ég að taka þetta blogg í gegn og byrja aftur af krafti! Fyrst ég er búin að uppfæra ykkur um stöðu mála hlýt ég að geta farið að blogga um yfirborðskennda hluti, líkt og snyrtivörur, eins og planið var upphaflega.

Toggi varð þrítugur 5.maí síðastliðinn og sló til veislu helgina áður. Hér eru þeir bræður að þrísteikja fröllur. Ég slefa ennþá.
Uppáhalds barnapíurnar okkar útskrifuðust um daginn. Við urðum að sjálfsögðu að skreppa til Reykjavíkur og knúsa þau í tilefni af því. Katla Eldey var orðin frekar lúin þegar leið á veisluna.
Katla opnaði eitt stk brú inn við Fláajökul. Geri aðrir betur.
Katla og Toggi að borða afmælismatinn hans í miðjum flutningum, innan um kassa og drasl.
Katla og afi hennar að hugsa málin
Þvotturinn var svo mikill á tímabili að fólk sá ekki handa sinna skil
Kyssa kiðlingana sína

rassgat.jpg

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: