HÆ!
Nú hef ég ekki skrifað neinar fréttir hér í einn og hálfan mánuð og heldur betur tími til kominn að fara að sinna þessu bloggi. Við litla fjölskyldan erum flutt austur á Hornafjörð og búum í húsinu hans afa í Hólmi. Hér líður okkur vel og við höfum nóg fyrir stafni. Katla Eldey er sérstaklega ánægð með þessa ákvörðun okkar og er glaðasta barn í heimi. Hér getur hún eytt hellings tíma með ömmum sínum og öfum og borðað sand í tonnavís. Ég hendi inn nokkrum myndum og læt þær tala.
Nú ætla ég að taka þetta blogg í gegn og byrja aftur af krafti! Fyrst ég er búin að uppfæra ykkur um stöðu mála hlýt ég að geta farið að blogga um yfirborðskennda hluti, líkt og snyrtivörur, eins og planið var upphaflega.







xx
Leave a Reply