Maski og makrónur!

silicamudmask-2

Ég má til með að segja ykkur frá maska sem ég er búin að vera að prófa. Hann er frá Blue Lagoon og heitir silica mud mask. Þegar ég stökk inn í snyrtivörudeildina í Hagkaup um daginn var þar kona að kynna Blue Lagoon vörurnar og bauð mér prufu af dagkremi fyrir þurra húð. Ég sagðist hins vegar ekkert hafa við hana að gera þar sem ég er með blandaða/feita húð. Þá rétti hún mér tvær litlar túpur af þessum og sagði að hann væri örugglega málið fyrir mig. Ég mundi allt í einu eftir þessum prufum í vikunni og skellti á mig smá slummu. Áferðin er svolítið eins og matarsódi og vatn blandað saman, sem sagt frekar fínkornótt leðja. Þú hefur hann á í 5-10 mín og skolar svo af með heitu vatni. Húðin á mér varð svo silkimjúk og frískleg þegar ég skolaði hann af. Daginn eftir varð smá úthreinsun í húðinni, en ekkert alvarleg, þar sem ég er mjög dugleg við að djúphreinsa hana með möskum og skrúbbum.

Það sem mér fannst áhugavert við maskann var að hann er bæði fyrir andlit og líkama. Mér finnst nauðsynlegt að fara með maska og aðrar andlitsvörur niður á háls og enda stundum alveg niðri á bringu, þar sem húðin á mér er oft með eitthvað vesen. Annað sem mér finnst jákvætt er að hann er lyktarlaus og það má nota hann 2-3x í viku!

 IMG_4549

Nú er ég búin að nota maskann tvisvar og ég er alveg viss um að ég þurfi að splæsa í einn þegar ég á leið í bæinn næst! Ég hef aldrei prófað neinar vörur frá Blue Lagoon, enda verið frekar föst í Body Shop rútínunni minni síðustu 4 árin. Mig langar svolítið að prófa “Balancing oil-free Emulsion” (http://www.bluelagoon.com/shop/product/balancing-oil-free-emulsion/) frá þeim líka, en það virðist vera rakakrem sem hentar minni húðgerð. Ég er gjörn á að glansa þegar líður á daginn og það er oft roði í húðinni. Þetta tvennt er á óskalistanum!

En að allt öðru, þá prófaði ég að baka makrónur í fyrsta skiptið í dag! Ég var nú ekki vongóð á að ná þessu strax, en þær lukkuðust svona líka svakalega vel! Ég sá fyrir mér einhverjar klessur sem ég þyrfti að skafa af bökunarpappírnum, en þær lyftu sér og urðu stökkar að utan og mjúkar að innan. Ég setti á þær rjómakrem með kirsuberjasósu og þær voru étnar upp til agna.

 

macacaca2.jpg

macacacaca3.jpg

 xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: