Best að játa svolítið snöggvast. Ég viðurkenni það hér með að ég á mjög erfitt með að komast í gegnum daginn/vikuna án þess að nota þessar vörur. Ég segi vikuna vegna þess að ég ber ekki á mig brúnkukrem á hverjum degi og ég farða mig heldur ekki alla daga. En þetta eru snyrtivörur sem ég hef notað (flestar) mjög lengi og enda alltaf á að kaupa aftur, þó svo að ég sé mjög mikið fyrir að prófa allskonar nýtt.
Þetta brúnkukrem er það besta sem ég hef átt og einstaklega þægilegt í notkun. Þetta er fallega gullinbrún froða (ekki of brún), sem hentar mér mjög vel, því ég er svo ljós og vil ekki líta út eins og gulrót í brúnni sósu. Það er auðvelt að bera það á (ennþá auðveldara með hanska) og það þornar á skotstundu. Eftir c.a 13 ára leit að hinu fullkomna brúnkukremi fann ég það loksins! …Get ekki sagt að biðin hafi verið löng og ströng, en hey… stundum gleðst maður bara yfir veraldlegum hlutum.Þetta myndi ég segja (á innsoginu) að ég gæti ekki lifað án. Ég týndi þessu í gærmorgun og mér leið eins og heimsendir væri handan við hornið. Það er í raun og veru út af þessu atviki sem þessi bloggfærsla varð til. Þetta er serum frá Body Shop sem ég set í hárendana á hverjum degi. Ég nota þetta bæði í blautt og þurrt hár. Hárið á mér hefur þurft að venjast allskyns tilraunum með misgóðum árangri og þetta bjargar því alveg á ljótum hárdögum (sem sagt öllum dögum). Það verður alveg silkimjúkt, glansandi og fínt. Lyktin er líka svaka góð, enda vínþrúgukjarnaolía í því.Ég keypti þennan hyljara fyrst fyrir 2-3 árum og hef átt þá nokkra síðan. Reyndar hef ég brotið 3 (nýkeypta), en þeir eru í afar ópraktískum glerumbúðum. Ég var ekki komin lengra en 20 metra frá búðinni einu sinni þegar hann brotnaði í töskunni minni. Hann er ekki sá ódýrasti, en klárlega peninganna virði. Þú þarft einn (eiginlega hálfan) dropa af honum og þá hverfur allt sem þú vilt ekki sjá. Ég á yfirleitt einn dökkan og annan ljósan til að blanda saman eftir því hvern ég er að farða.Ókei, þetta er kannski ekki algjör nauðsynjavara, en ég nota þetta samt næstum daglega. Þetta er paint pot frá mac í litnum painterly. Ég veit ekki hversu oft það var búið að reyna að selja mér hann sem augnskuggagrunn áður en ég keypti hann í öðrum tilgangi. Ég er með mjög þunna húð á augnlokunum og æðarnar þar láta mig stundum líta út fyrir að vera á grafarbakkanum. Þetta er í raun og veru kremaugnskuggi í mjög þægilegum ljósbrúnum/beige lit og ég ber hann með blöndunarbursta á allt augnlokið. Hann ER svo hins vegar mjög góður sem primer undir augnskugga og ég nota hann svoleiðis líka. Hann haggast ekki allan daginn, sem er mjög gott fyrir olíumikla húð.Augnskuggann omega frá mac nota ég í augabrúnirnar þegar ég er ljóshærð (eða fjólubláhærð, bleikhærð..) Ég gæti hugsanlega skipt þessu út fyrir eitthvað augnabrúnakit, gel eða blýant, en ég hef augastað á 2 vörum fyrir augabrúnir sem gætu orðið game-changer fyrir mig. Meira um það seinna! Ég er augabrúnapervert og mér finnst augabrúnir eiginlega skipta mestu máli í förðun. Þær geta gert svo mikið fyrir mann! Þetta er ljósbrúnn litur með gráum undirtón, sem hentar vel fyrir ljóshærðar píur eða gaura. Ég nota skáskorinn bursta í hann, annað hvort þennan klassíska frá TBS eða 208 frá mac fyrir meiri nákvæmnisvinnu.Porefessional frá Benefit. Þessi er algjör læfseiver. Hann fyllir upp í allar holur og photoshoppar mann í drasl. Hann hreyfist ekki á feitri/blandaðri húð eins og margir primerar gera. Meira þarf ég ekki að segja!Það er ekkert svo langt síðan þessi farðasvampur frá RealTechniques kom út, en ég er búin að eiga tvo. Ég ætlaði alltaf að næla mér í Beautyblender, en svo las ég að þessi ætti að vera alveg jafn góður, ef ekki betri. Hann er allavega aðeins aðgengilegri og ódýrari. Hann er fullkominn til að hylja ör eftir bólur ef maður notar sléttu hliðina og dúmpar honum yfir andlitið með góðu meiki eða hyljara. Algjört möst fyrir ‘full coverage’ lúkk. Það þarf bara að passa að þrífa hann eftir hverja notkun, annars getur hann skemmst. *****
Þetta er c vítamín rakasprey frá Body Shop. Ég er búin að selja öllum í kringum mig þetta fyrir löngu síðan og ég mun halda áfram að pimpa því út þangað til ég dey. Ég nota þetta til að koma í veg fyrir ‘púðrað’ lúkk, en ég enda alltaf á að spreyja þessu yfir andlitið eftir förðun. Ég veit ekki hvort farðinn tollir lengur á fyrir vikið (eins og talað er um), en mér er í raun og veru alveg sama. Tilfinningin er svo góð! Þetta er líka gott til að festa augnskugga og pigment með, en ég spreyja því á augnskuggaburstann og bý til smá drullumall sem gefur fallega áferð. Super!Þessi ljósari, vinstra megin, er stundum besti vinur minn. Þetta er baked bronzer frá Body Shop og hann er í fallega ljósbrúnum lit með bleikum og gulllituðum ögnum. Ég nota þetta í raun og veru bæði eins og sólarpúður og highlighter, en hann er fullkominn fyrir ljósan húðlit eins og minn. Ekki of mikill litur, en gefur fallegan ljóma.Þetta BB krem frá Maybelline er ég búin að nota í ár og ég hef engan áhuga á að prófa annað. Það er fyrir feita húð og er olíulaust. Liturinn (ljósari) er mjög góður, laus við bleikan eða gulan tón og ef ég er óvenju brún set ég bara einn dropa af dökku meiki út í það. Stundum fer ég tvær umferðir ef mér finnst ég extra ljót. Þetta er nóg fyrir mig svona dagsdaglega, þegar ég vil ekki drekkja húðinni í þekjandi meiki. Ég er með frekar mikinn roða í húðinni en nenni samt ekki alltaf að líta út eins og postulínsdúkka. Ég nota þetta með RealTechniques svampinum og það er mjög pottþétt kombó.
Af hverju verður þetta alltaf svona fjandi langt hjá mér?
Leave a Reply