Húðvörur – rútínan mín.

Mig langar að deila með ykkur því sem ég nota þessa dagana á húðina til að hreinsa hana og næra.

Margir vita að ég vann hjá Body Shop á Íslandi í hátt í 4 ár. Starfsmenn Body Shop fá mjög góða þjálfun og ég eyddi þessum 4 árum m.a í að læra allt um húðina, eiginleika hennar, þarfir og langanir (!). Þar gat ég líka prófað mig áfram með vörur og séð hvaða innihaldsefni hentuðu sjálfri mér, eins og brjálaður vísindamaður. Ég hef alltaf verið frekar óheppin í smettinu, húðin mín er blönduð og óákveðin og ég þarf að vanda valið vel þegar kemur að húðvörum. Ég komst fljótlega að því að ég og olía ættum ekki samleið og reyni ég að nota hana í mjög litlu magni. Það fer þó eftir því hvernig olía það er, því ég get t.d notað e-vítamín olíu á sum svæði í andlitinu. Hún stíflast auðveldlega, því ég er með frekar opnar svitaholur og ég þarf því að passa mjög vel að halda henni hreinni og djúphreinsa reglulega. Langaði ykkur ekki annars að vita allt um svitaholurnar mínar? Í þokkabót er hún mjög viðkvæm, því ef ég fæ bólu, þá fæ ég ör. Ég er orðin allt of gömul fyrir þetta vesen, en svona er lífið krakkar mínir.

huðvörur.jpg

1. Seaweed iconic clay mask. Þetta er leirmaski sem inniheldur þaraseyði frá Body Shop. Hann nota ég 1x í viku. Hann er algjör snilld, uppáhalds maskinn minn frá TBS, því mér finnst hann hreinsa langbest. Hann skilur húðina eftir mjúka og mér finnst olíumyndunin alltaf vera aðeins minni í 2-3 daga á eftir.

2. Tea tree cool & creamy wash nota ég ef ég er með bólur, sem gerist stundum. Þessi er frekar nýlegur í tea tree línunni og ég keypti hann um leið og hann kom vegna þess að mér fannst vanta vöru í þessa línu sem þurrkar húðina mína ekki of mikið, þar sem hún er ekki beint feit og ég fæ ekki það mikið af bólum. Ég er búin að eiga 3 túpur af þessari snilld og þarf að fara að endurnýja. Hann skilur húðina eftir ótrúlega hreina og hefur kælandi áhrif. Ég nota hann með litlum húðbursta.

3. Neutrogena visibly clear oil-free moisturiser. Þetta rakakrem er ég nýbúin að uppgötva. Það er olíulaust og inniheldur camillu og aloe sem róa húðina. Það gefur mér nægan raka og á að koma í veg fyrir bólumyndun. Þetta hefur reynst mér vel so far, en ég á það til að fá útbrot á kjálkasvæðið ef ég nota vitlaust rakakrem. Ekkert svoleiðis í gangi núna! Lyktin er góð og eini gallinn finnst mér vera sá að það er svolítið erfitt að dreifa úr því. Það er auðvitað bara vegna olíuleysisins. Það er engin sólarvörn í því, sem mér finnst smá bögg, en ég nota svo oft farða með sólarvörn að það skiptir kannski ekki öllu. Nota þetta kvölds og morgna eftir hreinsun.

4. Neutrogena visibly clear 2 in 1 mask/wash. Þessi hreinsir/maski er í miklu uppáhaldi. Ég keypti hann fyrst fyrir 10 árum síðan í Englandi og hef alltaf nælt mér í eitt stykki þegar ég man eftir í útlöndum. Nú er hann loksins fáanlegur á Íslandi og ég hoppa hæð mína af kæti. Ég nota hann daglega eins og hreinsikrem/-sápu, en það má líka leyfa honum að vera á húðinni sem maska 1x í viku.

5. Neutrogena visibly clear blackhead eliminating cleansing lotion. Þetta má nota eitt og sér, en ég nota það sem andlitsvatn (sem það er auðvitað) á eftir hinum hreinsunum mínum. Nafnið segir allt sem segja þarf !

6. Seaweed pore cleansing facial exfoliator. Einhverjir eru kannski farnir að átta sig á að ég elska Seaweed línuna, en þetta er einmitt uppáhalds andlitsskrúbburinn minn frá TBS. Kornin eru frekar hvöss og fíngerð, svo það má ekki nota hann oft. Ég nota hann 1x í viku og jesúmína… hreinsunin daginn eftir. Mæli ekki með því að skrúbba sig með þessum daginn fyrir brúðkaupið þitt. Gætir endað með allar syndirnar þínar sjáanlegar í fésinu. Frölluskammtinn sem þú borðaðir í gær, Nóttina sem þú nenntir ekki að þrífa af þér meikið eftir djammið…. Getur sem sagt kallað fram bólufestival.

7. Seaweed mattifying moisture lotion. Þetta er rakakremið sem ég hef notað stanslaust í nokkur ár og ég elska það afar heitt. Þó að Neutrogena kremið fái meiri athygli þessa dagana er gott að geta gripið í þetta, því það er með sólarvörn. Það er, eins og hinar Seaweed vörurnar, með þaraseyði sem kemur jafnvægi á blandaða húð og mattar hana. Virkar vel undir farða og er létt og frískandi á húðinni.

 

Þetta virkar kannski frekar einhæf bloggfærsla, en ég vil yfirleitt nota sem mest af vörum í sömu línu til að sjá sem bestan árangur.

….Ég skrifa alltaf svo mikið um allt þetta drasl mitt að það nennir örugglega enginn að lesa það til enda. Þið verðið að fyrirgefa mér.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: