Stila: In the light palette

Þessi kom með póstinum um daginn og mikið var ég kát.

Hún er búin að vera frekar lengi á markaðnum og er svona klassísk, hlutlaus palletta sem gott er að grípa í. Þarna er allt á einum stað. Mattir, dökkir, ljósir, sanseraðir augnskuggar og ganga allir saman. Ég skellti í eitt einfalt lúkk.

Þetta er minn millivegur þegar kemur að smokey. Smokey klæðir mig ekki vel og mér finnst bjarti parturinn í miðjunni gera mikið meira fyrir mig. Augun sökkva ekki eins mikið inn í hausinn og ég lúkka ekki eins og ég sé með corpse paint. Þetta er eiginlega uppáhalds aðferðin mín til að skyggja og ég nota hana mjög mikið þegar ég er með gyllta/kopar/brúna augnskugga.

PicMonkey Collage1.jpg
Fyrst grunnaði ég augnlokið með painterly paint pot frá mac. Næst setti ég litinn ‘bare’ (nude mattur) yfir mitt augnlokið. Svo setti ég ‘bliss’ sem er ljósbrúnn, mattur litur í bæði innra og ytra ‘vaffið’. Blandaði hann vel út og aðeins upp á augnbeinið báðum megin. Næst setti ég ‘sandstone’ (dökkbrúnn mattur) á sama stað, en blandaði hann ekki jafn langt upp og ljósari litinn, heldur byggði upp skygginguna smátt og smátt með honum. Að lokum setti ég smá af ebony (svartur mattur) til að skerpa á skyggingunni og passaði að hann væri bara rétt í vaffinu. Blandaði hann svo út með fíngerðum blöndunarbursta. Í miðjuna setti ég svo ‘kitten’, sem er uppáhalds liturinn minn í þessari pallettu. Hann er svona sanseraður kampavínslitaður og mjög ‘buttery’ áferð á honum. Þessi litur er signature litur Stila og í uppáhaldi hjá mörgum. Hann notaði ég blautan, en það er einmitt leyfilegt að nota alla litina blauta og þurra. Þetta geri ég með því að setja smá á þurran bursta og spreyja svo á hann með setting spreyji eða vatni. Svo dúmpaði ég litnum á mitt lokið, mýkti svo aðeins skörpu línurnar með smá ljósbrúnum og fór aðeins fyrir ofan miðjusvæðið líka. Síðasti liturinn sem ég notaði var ‘bubbly’, en hann er gullitaður, mjög fallegur. Ég dúmpaði aðeins af honum (þurrum) í augnkrókana og hann kom svolítið út eins og glimmer. Svo setti ég bara eyeliner og hálf augnhár. Það fylgir brúnn, vatnsheldur eyeliner með pallettunni (sem er mjög góður, er búin að nota hann mikið), en mig langaði að vera með aðeins dramatískari liner þarna.
PicMonkey Collage2.jpg
Litla sæta vinkona mín (bólan á kinninni á mér) fékk að vera með í myndatökunni. Kunni ekki við að vera eitthvað að photoshoppa hana í burtu, hún er með sér kennitölu og allt.

PicMonkey Collage3.jpg

PicMonkey Collage4.jpg
Eins og sést hef ég notað kitten og bubbly langmest. Svo nota ég sandstone oft blautan sem eyeliner og bleyti þá eyelinerpensilinn fyrst. Þess vegna er svona falleg dæld í honum 🙂
f.v. bare, kitten, bliss, sunset, sandstone, bubbly, gilded gold, luster, night sky, ebony. Held að night sky gæti orðið mjög fallegur í smokey. Prófa það kannski á einhverjum öðrum en sjálfri mér við tækifæri 🙂

Ég er ánægð með alla litina nema kannski gilded gold. Finnst hann vera frekar skýjaður miðað við að vera sanseraður litur. Er kannski meira eins og mattur með smá glimmeri í. Hann kemur allavega ekki nógu sterkur út. Möttu litirnir blandast vel og svarti liturinn er sóóótsvartur, en ekki dökkgrár eins og þeir vilja oft verða.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: