Brúnkukrem og allt sem því fylgir!

Sem allt annað en elgtönuð manneskja frá náttúrunnar hendi ber mér skylda að deila reynslu minni á brúnkukremum í gegnum tíðina. Ég er ein af þessum sem fer út í sólbað og uppsker 8 freknur. Ég sólbrenn ekki einu sinni, heldur gerist bara ekki neitt. Ég var rauðhærður krakki og í 8.bekk var ég eiginlega alveg... Continue Reading →

MAC Stone!

Ég er lengi búin að leita að grábrúnum/taupe varablýanti og hef hingað til notast við augnblýant í staðinn. Ég er búin að vera með Stone frá MAC á heilanum í nokkra mánuði en hafði ekki tækifæri til þess að skoða hann nánar þangað til um daginn. Nú er leitinni lokið. Hann er fullkominn.  Þið megið kalla mig... Continue Reading →

Ruslayfirferð

Ég var lengi að ákveða hvað ég ætti að láta þessa færlsu heita. Nafnið passar samt vel við hana, þar sem ég ætla að fara yfir ruslið inni á baði og segja ykkur hvað mér finnst um það. Þetta hljómar kannski ógeðslega, en gæti komið einhverjum að gagni. Ég ætlaði að vera dugleg að safna... Continue Reading →

The Body Shop Chocolate box shimmer cube

Það er svolítið gaman að segja frá því að mest notaða 'pallettan' mín í gegnum árin er ábyggilega líka sú ódýrasta sem ég hef átt. Þetta er einn af shimmer kubbunum frá Body Shop og hann ber nafnið 'Chocolate box' Þessi litli kubbur inniheldur fjóra eigulega liti. Ljósastur er 'Marshmallow', sem er hlýr kampavínstónn. 'Choc chip'... Continue Reading →

Rauður varalitadagur

Svona kaldir hálsbólgudagar kalla á rauðan varalit. Mér líður einhvernveginn alltaf mikið betur þegar ég er búin að skella einum svoleiðis á mig, eins klisjukennt og það hljómar. Vondir hárdagar breytast í fabjúlös hárdaga og þar fram eftir götunum. Ég notaði örfáar vörur í dag og fókuseraði á varalitinn, sem er minn uppáhalds bjarti, rauði litur, So... Continue Reading →

Augabrúnavídjó

Ég gerði í dag lítið og ómerkilegt video í símanum mínum af því hvernig ég móta á mér augabrúnirnar með brow and liner kittinu frá The Body Shop. Eins og ég sagði frá um daginn var ég byrjuð að nota dipbrow frá Anastasia Beverly hills, en það er orðið full ljóst fyrir mig núna svo ég... Continue Reading →

matt matt matt

Um helgina gerði ég látlaust og matt lúkk sem mér finnst gott að grípa í þegar ég nenni ekki að vera mikið máluð. Í þetta skiptið notaði ég gamla TBS palettu sem er búin að fylgja mér út um allt. Í henni eru 4 mattir litir (sá ljósasti er með smááá glimmeri í) sem ganga... Continue Reading →

Afmælis!

Í gær átti ég afmæli og varð tuttuguogeitthvað. Ég var dekruð í drasl af fjölskyldunni og við áttum góðan dag saman, heima og ekki heima. Ég borðaði fyrir næstu tvær vikurnar og hef ekki fengið svona marga afmælispakka síðan ég var 11 ára. Takk fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar elsku fólk nær og fjær!  Afmælisfésið... Continue Reading →

Súkkulaðivarir!

Undanfarna mánuði hef ég verið mjög hrifin af brúnum vörum og þá sérstaklega dökkbrúnum. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að nota nude eða ljósbrúna varaliti, en eftir að það fór að verða 'leyfilegt' aftur að blanda dekkri blýant inn á varirnar hef ég fallið fyrir nokkrum samsetningum. Þetta getur endað hræðilega, svolítið nineties, en mér finnst... Continue Reading →

Húðvörur – rútínan mín.

Mig langar að deila með ykkur því sem ég nota þessa dagana á húðina til að hreinsa hana og næra. Margir vita að ég vann hjá Body Shop á Íslandi í hátt í 4 ár. Starfsmenn Body Shop fá mjög góða þjálfun og ég eyddi þessum 4 árum m.a í að læra allt um húðina, eiginleika hennar,... Continue Reading →

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: