Líftími snyrtivara!

Líftími snyrtivara er eitthvað sem æskilegt er að vera meðvitaður um, hvort sem þú ert förðunarfræðingur, snyrtivörusafnari eða bara einhver sem setur stundum á sig rakakrem. Á hverju ári hendi ég c.a. 2 troðfullum höldupokum af snyrtivörum sem eru komnar fram yfir líftíma. Ég geri þetta með tárin í augunum, en hey… Þetta er nauðsynlegt. Ég ætla að útskýra gróflega hvernig þetta virkar.

Fyrst og fremst er það litla táknið sem gott er að líta á. Það vita þetta ekki allir, en á límmiða sem sýnir innihald vörunnar, litanúmer og þess háttar upplýsingar, má yfirleitt sjá lítið tákn sem sýnir hversu lengi varan á að endast. Stundum er þetta tákn svo smátt að það er bara hægt að sjá það með stækkunargleri, en það ætti í flestum tilfellum að vera þarna. Þetta tákn merkir tímann frá því að þú opnaðir vöruna. ‘Hillutíminn’ er svo mikið lengri, en um leið og þú opnar vöruna og hleypir súrefni í hana er hún byrjuð að tikka. Sumir hafa áhyggjur af hillutímanum, þ.e.a.s. frá því að varan er framleidd og þú færð hana í hendurnar, en hreyfingin á snyrtivörum í búðum er yfirleitt það mikil að þær áhyggjur eru sjaldnast þarfar.

18m

Þetta tákn finnst mér gott að nota sem viðmið, en það er gott að taka tillit til hverrar vöru, hvert hún fer á líkamann og hvað hún gerir. T.d. myndi ég frekar nota fótaáburð sem væri kominn yfir líftíma, heldur en eyelinerpenna. Fæturnir á mér eru ekki jafn viðkvæmir og augun og fótaáburðurinn safnar ekki jafn mikið af bakteríum og eyelinerpenni gerir.

Það er misjafnt hvernig varan breytist við að fara yfir líftíma. Sumar vörur tapa bara eiginleika sínum smám saman og aðrar geta farið að gera okkur ógreiða. Þú gætir til dæmis fengið augnsýkingu frá maskara sem væri kominn mánuð yfir líftíma, en augnskuggi myndi hugsanlega verða skýjaðar og leiðinlegar, án þess þó að skaða húðina. Púðurvörur eru líka oftast með lengsta endingartímann og skiptir því mánuður til eða frá ekki jafn miklu máli.  Andlitshreinsir gæti verið farinn að breytast það mikið í flöskunni að hann færi að erta húðina og kalla fram útbrot, en body lotion væri kannski bara orðið lyktarminna á meðan það gæfi ennþá raka.

Ef litla táknið er ekki til staðar á vörunni er hægt að notast við gróf viðmið eins og þessi mynd sýnir.

article-1211047-0647B89D000005DC-261_468x303

Annars er best að meta hverja og eina vöru fyrir sig. Ef vörur eru farnar að breyta um lit, áferð eða lykt er enginn vafi á því að þær eru byrjaðar að skemmast. Það er gott að reyna að muna hvenær varan var keypt og hvernig hún hefur verið notuð og geymd. Krem sem hefur verið geymt við of háan (eða rokkandi) hita, til dæmis við glugga, getur verið farið að þrána mörgum mánuðum áður en miðinn segir til um. Á meðan gæti hyljari verið í fullkomnu standi nokkrum mánuðum lengur en hann ætti að gera, vegna þess að þú opnar hann örsjaldan og ferð aldrei með óhreinar hendur í hann.

Gullna reglan mín er fyrst og fremst að taka aldrei áhættur með augun á mér (það sem fer alveg við augað eins og maskari, eyeliner og augnfarðahreinsir) og ekki heldur andlitsvörur eins og rakakrem og andlitshreinsa.

Ég viðurkenni annars fúslega að ég á mjög bágt með að segja bless við marga hluti. Sumu safna ég og hætti bara að nota, eins og förðunarvörur úr limited línum. Varalitirnir mínir eru líka börnin mín, ég fer alltaf í bullandi afneitun um leið og þeir verða þurrir og hendi þeim ekki fyrr en það er komin biluð þráalykt af þeim. Það fer ekkert á milli mála þegar þeir eru farnir að þrána, en það sama gildir um krem.

Takið til í skápunum. Það vill enginn lykta eins og gamalt smjör.

xx

4 thoughts on “Líftími snyrtivara!

Add yours

 1. Mjög góð lesning, mjög! Bæði fyrir mig og snyrtibudduna mína, það sem hafði safnast þar!
  Les oft það sem þú skrifar en þori aldrei að commenta en eftir að hafa lesið þessa færslu um daginn þá gat ég ekki annað 🙂
  Almennt finnst mér líka yndislegt hvað þú ert hreinskilin og hnittin!

  Like

  1. Takk fyrir! Mér þykir mjög vænt um að fá svona comment. Bara til að vita að ég sé ekki að tala við sjálfa mig og svo ég geti haldið þessu gangandi 😉 Takk fyrir að lesa!

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: