Little Northies!

Fyrir nokkrum vikum síðan kom út lína frá OPI sem ber nafnið Nordic Collection. Hún er, eins og nafnið gefur til kynna, innblásin af Norðurlöndunum. Ég skellti mér á minisettið, Little Northies, á leið minni í gegnum fríhöfnina um daginn.

DSC_0550

neglur2 TFV. ‘Do You Have This Colour in Stock-holm?’, How Great is Your Dane?, My Voice is a Little Norse, My Dogsled is a Hybrid.

neglur1

Hér er ég með tvær umferðir af þeim öllum. Fjólubláa lakkið kemur skemmtilega á óvart. Ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir því þar sem ég hélt að ég ætti yfirdrifið nóg af alveg eins litum, en það er einhvernveginn dýpra og blárra. Hefði mögulega þurft 3 umferðir af því.

Grábrúna lakkið er alveg málið fyrir veturinn og ég er búin að nota það mikið. 2 umferðir eru nóg, en 3 gera kannski gæfumuninn. Ég hef hins vegar aldrei þolinmæði í slíkt.

Næst kemur glimmernaglalakk. Ég á í love-hate sambandi við glimmerlökk. Ég elska að vera með þau, en hata að taka þau af. Ætli það séu ekki fleiri sammála mér. Það kom mér á óvart hversu þétt glimmerið var og með 2 umferðum sést ekkert í nöglina sjálfa. Glimmerið er dökksilfrað með holographic effect. Mjög fallegt og ég fíla það meira eitt og sér heldur en yfir önnur.

Mintugræna lakkið er fullkomin haust/vetrarútgáfa af þessu klassíska sumarlakki í sama lit. Liturinn er bara aðeins meira tónaður niður. Mjög flott og 2 umferðir af því eru alveg nóg.

Litla putta lakkaði ég síðan til að sýna hvernig glimmerlakkið kemur út yfir annað lakk. Mjög fínt og top coatið sjálft er greinilega mjög sterkt, því það sér ekki á fjólubláa litnum eftir nokkra daga.

Endingin er mjög fín og lökkin falleg!

xx

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: