Ég hef ætlað að segja ykkur frá 2 uppáhalds augabrúnavörunum mínum í svolítinn tíma og ákvað að skella þeim í sömu færsluna, þar sem þær eru sambærilegar. Þetta eru Aqua brow frá MAKE UP FOR EVER og Dipbrow frá Anastasia Beverly Hills. Ég ætla í fljótu bragði að fara yfir kosti þeirra og galla. Neðst er svo örstutt video af einföldu augabrúnarútínunni minni með MUFE Aquabrow, sem ég geri þegar ég vil vera innan við 2 mín að gella þær systur upp. Þær eru, jú, hálfar og götóttar.
Byrjum á Dipbrow. Þetta er gel-/kremkennd formúla sem kemur í lítilli krukku. Áferðin er kremuð og þornar alveg mött. Það tekur smá tíma fyrir flesta að komast upp á lag með að nota þetta. Þú þarft að rétt snerta formúluna með burstanum til þess að það fari ekki of mikið magn á hann. Ef magnið er of mikið verður ásetningin gervileg. Ljósustu litirnir í línunni geta líka orðið grænleitir ef það er sett of þykkt lag af þeim. Mér finnst mjög auðvelt að bursta upp úr formúlunni, en maður verður að vera fljótur, vegna þess að hún þornar hratt. Anastasia Beverly Hills Dipbrow er vatnsheld vara, sem er stór kostur.
MAKE UP FOR EVER Aqua brow er í þægilegum umbúðum, eða túpu með mjóum stút. Formúlan er gelkennd og fljótandi. Ég set yfirleitt einn dropa á pallettu eða handabakið á mér, dýfi burstanum í og stimpla á tissjú áður en ég ber litinn í brúnirnar. Líkt og með Dipbrow, þá þarf maður að passa magnið. Þar sem formúlan er frekar runny er auðvelt að stimpla óvart á vitlausa staði og þá verður maður að vera fljótur að stroka út með eyrnapinna. Maður þarf að vera aðeins nákvæmari með Aquabrow og hann kemur ekki jafn vel út í húðinni og Dipbrow. Hins vegar kemur hann mjög eðlilega út í hárunum sjálfum. Aqua brow er vatnsheldur líka og hann haggast ekki.
Ég mæli með báðum vörunum fyrir fólk sem er vant að móta á sér augabrúnirnar með skugga, blýanti eða einhverju öðru og vill eitthvað sem hreyfist ekki allan daginn. Fyrir byrjendur eru þær kannki frekar tricky, en ekkert er óyfirstíganlegt. 🙂
Verðmunurinn er sama sem enginn. Í Sephora kostar Aqua brow 20 dollara og Dipbrow 18. Magnið er meira í Aqua brow, en þar sem Dipbrow er mjög drjúgt og í öðruvísi formi myndi ég halda að þau kæmu eins út hvað endingu varðar.
xx
Er einmitt að bíða eftir að fá dipbrow með póstinum,er svo spennt að prófa.En hvaða naglalakk ertu með á myndunum?Geggjaður litur!
LikeLike
Þú munt örugglega ekki verða fyrir vonbrigðum með dipbrow! Ég er einmitt á leiðinni að næla mér í nýjan lit af því að ég er búin að dekkja á mér hárið. Svo var ég reyndar að lesa að Anastasia væri að koma í sölu á Íslandi á næstunni! Naglalakkið er svo sannarlega fallegt og eitt af mínum uppáhalds. Það er frá OPI og heitir peace, love & opi 🙂
xx
LikeLike