Í gær fór ég út að skemmta mér og þar af leiðandi ætla ég ekki að gera neitt í dag sem krefst þess að ég yfirgefi sófann minn. = Engir meiköpppóstar, en ég skulda nokkrar færslur svo ég ákvað að henda í eina idiot færslu. Þetta er stemningin akkúrat núna:
Ég er tattúsjúk og er með svona 20 plönuð í augnablikinu, en blek kostar allskonar peninga eins og þið eflaust vitið. Þessum myndum hef ég verið að safna af Pinterest í gegnum árin og eru ekki endilega eitthvað sem mig langar í, heldur kannski finnst fallegt/sniðugt. Nei mamma, ég er ekki að fara að fá mér fimmeygðan kisa á handabakið. Engar áhyggjur.
P.S. Það þarf eflaust engan stjörnusérfræðing til að finna það út að mér finnast náttfiðrildi falleg, en ég er búin að vera með þau á heilanum í yfir 20 ár.
Leave a Reply