Nýtt í skúffunni: Inglot tvenna

Ég var svo heppin að eignast nokkrar nýjar Inglot vörur þegar mamma og pabbi komu frá Póllandi um daginn, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Inglot vörurnar þaðan. Ég ætla að segja ykkur frá tvennu í dag. Annað er berjalitaður varalitur og hitt er djúpfjólublátt naglalakk með sérstaka eiginleika.

DSC_0641

Naglalakkið heitir #693 og varaliturinn #293. Mér skilst að hvort tveggja komi úr línu sem kom út í byrjun ársins og heiti Berry collection. Það er sami tónn í þessu tvennu, en samt sem áður mikið dýpri í naglalakkinu.

DSC_0649

Lipstick #239 er vel pigmentaður og hægt að byggja hann upp. Við fyrstu ásetningu er hann örlítið bleikur og svo dekkri með annarri. Þetta er þessi klassíski berjatónn sem fólk annað hvort hatar eða elskar. Ég er augljóslega ein af þessum sem elska hann, vegna þess að fjólubláir varalitir eru mitt uppáhald. Formúlan er rakagefandi og góð. Hún er ekki jafn kremkennd og af freedom system varalitunum frá Inglot, en samt sem áður auðveld í ásetningu. Af litnum er hálfgerð ávaxtalykt, líkt og af freedom system litunum, en varalitirnir innihalda apríkósu- og e-vítamín olíu sem halda vörunum vel nærðum.

DSC_0678

Þið verðið að afsaka myndgæðin og chronic bitch face. Suma daga held ég að ég búi í Mordor, því dagsbirtan er nánast engin. Þarna er ég með 2 umferðir af litnum og engan blýant undir. Litur sem gengi þó fullkomlega með þessum væri currant frá Mac. Sá varalitur sem hann minnir mig mest á er Color Crush 240 frá Body Shop, en sá er þó örlítið bleikari. Áferðin á honum er glansandi, en ekkert glimmer. Endingin er mjög góð, en hann haggaðist nánast ekki við 1 kaffibolla og 2 pizzasneiðar (meistaramánuður? hvað er það?). Framvegis verður kaffi og pizza mælikvarðinn minn á endingu varalita.

DSC_0652

Ég á nokkur naglalökk frá Inglot og elska þau alveg út í geim og til baka. Þetta er hins vegar úr annarri línu en ég er vön að kaupa og fannst mér ég því verða að finna út hvernig það væri frábrugðið hinum.

O2M línan hjá Inglot er sérstök að því leytinu til að lökkin eru ‘breathable’. Þetta þýðir að vatn og súrefni komast í gegnum lakkið inn að nöglinni sjálfri. Þetta hljómar mjög vel út af fyrir sig, vegna þess að neglurnar verða oft mjög veikburða undan naglalökkum. Línan var eitt af síðustu afrekum Wojciech Inglot áður en hann lést, en hann hafði lengi dreymt um að framleiða ‘heilsusamlegri’ naglalökk með góða endingu. Hann grunaði þó ekki að naglalakkið myndi um leið bylta daglegri rútínu fjölmargra múslima. Þessi formúla gerði þeim loks kleift að geta verið með naglalakk allan daginn. Flestar konur sleppa því vegna þess að þegar þær biðja 5x á dag, hendur þeirra þurfa að vera alveg hreinar fyrir hverja bænagjörð og vatnið þarf að snerta nöglina. Það segir sig því sjálft að þær sem höfðu mikinn áhuga á að vera með naglalakk gátu einungis sett það á sig eftir síðustu bænagjörð og verið með það þangað til daginn eftir. O2M seldist því nánast upp á einni nóttu og hefur notið þvílíkra vinsælda síðan það kom út.

Þetta var fróðleikskorn dagsins.

DSC_0720

O2M #693 er djúpfjólublátt, svo dökkt að það virkar svart í vissu ljósi. Formúlan er svolítið vel fljótandi, sem gerir ásetninguna kannski örlítið klaufalegri heldur en venjulega (sjá mynd!), en það er bara vegna þess að maður er svo vanur að vera með þykkt naglalakk. Hægri hendin kom mikið betur út vegna þess að þá var ég komin með þetta á hreint. Ég notaði 2 umferðir og maður  þarf lítið á burstann í einu. Ég mæli eindregið með þessu lakki fyrir þá sem eru alltaf með naglalakk eins og ég.

…Ég veit. Hversu mikið er hægt að tala um eitt naglalakk?

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: