Þar sem hrekkjavakan er að ganga í garð langar mig að deila með ykkur lítilli hugmynd sem allir ættu að geta framkvæmt. Hún krefst þess að þið eigið duo augnháralím, hvíta andlitsmálningu (ég notaði inglot AMC eyeliner nr. 76) og eyelinera/augnskugga í svörtum og brúnum lit. Í roðann/brunasárið notaði ég ekkert gerviblóð, heldur bara rauðan varalit.
Ég byrjaði á að segja á mig ‘venjulega’ farðann minn, en skildi eftir blett þar sem átti að sjást í hauskúpuna. Það er svolítið mikilvægt að skilja blettinn eftir, því límið festist betur við húðina heldur en farða.Næst setti ég slatta af duo og leyfði því að þorna, svo fletti ég því upp og teygði aðeins á því.
Ég dreifði úr eyelinernum og notaði svo svartan eyeliner með pensli til að móta tennurnar og allt hitt. Ég mýkti línurnar, skyggði í kring með brúnum og setti svo rauða varalitinn á samskeytin með bursta. Svo setti ég aðeins meira augnháralím, dreifði ekki úr því, heldur leyfði klessunum að þorna. Að lokum setti ég aðeins meiri varalit ofan á límið.
Þetta er ótrúlega einfalt og hægt að útfæra á allskonar hátt! Það væri t.d. hægt að ýkja sárið með því að sleppa líminu og nota tissjú í staðinn. Ég geri þetta yfirleitt með því að leysa matarlím upp í vatni og dýfa tissjúi ofan í. Með því væri hægt að líta út fyrir að skinninu hefði verið flett ofan af.
Þetta var hins vegar svona express útgáfa af Halloween förðun!
Góða skemmtun!
xx
Leave a Reply