L’Oréal Color Riche – Dark sides of grey

Ég var svo heppin að fá að prófa tvö color riche naglalökk úr nýrri línu hjá L’Oréal, ‘Dark sides of grey’. Línan inniheldur nokkur lökk með mismunandi áferð í fallega gráum, svörtum og hvítum litum. Lökkin mín eru bæði með ‘latex’ áferð, en ég er líka svolítið spennt fyrir ‘spiked’ og ‘wax’ áferðinni.

loreal dark shades of grey

Það sem ég fíla við Color riche lökkin frá L’Oréal er burstinn. Hann er það breiður að ef ég vanda mig næ ég allri nöglinni í einni stroku. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir hvað þau eru á góðu verði. Ég á orðið ágætis safn af þessum lökkum og finnst endingin á þeim án undir- og yfirlakks svipuð og á t.d. OPI.
loreal latex effect 2

#895 – power potion er svartur (mögulega mjög dökkgrár) með áferð sem erfitt er að útskýra. Það kemur hálfgerður metalglampi á það, en ég myndi kannski frekar lýsa áferðinni eins og á svörtum spandexbuxum. Eruð þið að kveikja? Ég fíla hann í botn. Ég er vön að vera með svört naglalökk og það er ágætis tilbreyting að fá þessa fallegu áferð á svarta litinn. Glansinn gerir það að verkum að neglurnar líta út fyrir að vera steyptar á mann. Mér líður eins og ég sé Batman af einhverjum ástæðum.

loreal latex effect

Endingin lofar góðu, það er alveg óbreytt tæpum 3 sólarhringum eftir ásetningu.

loreal latex effect 3

Áður en lengra er haldið við ég biðja ykkur um að horfa framhjá gömlum leyfum af henna. Nei, ég er ekki svona léleg í að bera á mig brúnkukrem.

Hinn latex liturinn í línunni heitir #888 – Mademoiselle grey, en hann er varanlegur í color riche. Áferðin á honum er allt önnur. Hann er steingrár, háglans. Það glampar á það eins og gler. Svolítið Batman líka bara. Af hverju skírðu þeir þessa línu ekki ‘Dark shades of Batman’? Það væri líka mögulega inspiration fyrir nýja bók. Ég geng í málið.

909876-Collector-s-Edition-Batman-Costume-large

xx

 

 

One thought on “L’Oréal Color Riche – Dark sides of grey

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: