Kat Von D lock it foundation!

Jæja. Ég var víst fyrir löngu síðan búin að lofa því að segja frá þessum farða. Ég ætla að byrja á því að taka það fram að hann fæst ekki hér á landi, en hann er fáanlegur á Amazon og í Sephora.

Ég er lengi búin að hafa augastað á Kat Von D lock it farðanum, en ég var búin að lesa mig til um að hann ætti að vera mjög þekjandi. Það er plús í minni bók. Ég hafði aldrei þorað að panta lit án þess að vera búin að prófa hann, en eftir mikið gúgl komst ég þó að því að light 48 væri sennilega minn litur. Hann átti að vera líkastur mac nw eða nc 20, en ég er þarna mitt á milli. Ég bjóst reyndar við að hann yrði of gulur, en liturinn var fullkominn fyrir mig.

kat von d lock it foundation review 5

Farðinn kemur í mjög þægilegum umbúðum með pumpu. Það er lás á pumpunni, sem er algör snilld þegar maður er að ferðast. Magnið er 30 ml, sem er ágætt fyrir þetta verð, en hann er á 34-44 dollara.

kat von d lock it foundation review

Hér er ég búin að smyrja farðanum á vinstri hliðina á andlitinu. Hann er mjög þykkur og maður verður að passa sig að vera fljótur að dreifa úr honum. Þar sem hann er mjög þekjandi er alveg nóg að bera hann á með bursta. Í dag bar ég hann á með blautum farðabursta fyrir aðeins léttari þekju. Með beauty blender verður hann svakalega þéttur og það er meira að segja hægt að byggja hann upp. Ég myndi segja að þessi farði væri hentugastur fyrir þá sem eru með bólur, ör eða roða sem þeir vilja hylja. Ég er svo góður rímari. Hann hylur allan roða og ég nota engan hyljara með honum, nema undir augun, en ég ber aldrei farða upp að augunum. Ég er vön að nota mac pro longwear yfir farða á örin mín, en þarf þess alls ekki ef ég er með þennan.

kat von d lock it foundation review 2

Hér er hann kominn á allt andlitið og gotharafésið komið upp. Svolítið drungalegt, en það verður að hafa það. Það sem mér finnst algjör snilld er að ég þarf ekki að nota neitt púður með farðanum. Hann þornar alveg mattur, en samt ekki það stífur að maður finni fyrir honum. Eini gallinn við það er að vegna þess hve þykkur hann er á hann það til að gera fínar línur meira áberandi. Þið sjáið það t.d. á enninu á mér, en hissa-línurnar mínar eru stimplaðar á eftir hann. Hann endist í 12 tíma án primers (ég hef ekki prófað að hafa hann lengur á mér en það) án þess að hreyfast eða glansa. Það þykir mér mjög gott. Þar sem ég er með blandaða húð get ég yfirleitt ekki notað farða með ‘dewy’ áferð, en ef mig langar í smá ljóma blanda ég saman við hann öðrum farða, highlighter í fljótandi formi eða einhverju slíku.

kat von d lock it foundation review 6
Ég veit. Mega kjút pía.

Á augunum er ég með dökkt spotlight smokey gert með blýöntum, brúnum og svörtum augnskuggum, en í miðjunni er ég með Stila – Magneficent metals í litnum dusty rose. Ég notaði engan blautan eyeliner eða augnhár, bara maskara, en sá sem varð fyrir valinu var Too faced – Better than sex. Á varirnar fór currant blýanturinn frá MAC og yfir hann #293 frá Inglot. Þetta er hin fullkomna berjatvenna!

P.S. Já, ég klippti af mér allt hárið um daginn, eða c.a. 15 cm þar sem það var lengst. Þetta gerði ég yfir vaskinum inni á baði í dramakasti og þurfti síðan að fara yfir til mömmu að láta hana laga. Það þarf varla að taka það fram að 2 mín síðar dauðsá ég eftir þessu og var farin að googla hair growth supplements. Hárið á mér þurfti samt alveg á þessu að halda, þar sem þessir 15 cm voru steindauðir og líktust úldnu heyi. Það mætti taka meira af því, en ég er ekki nógu andlega undirbúin fyrir það.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: