Uppáhalds í Nóvember!

Jæja, þá ætla ég að deila með ykkur uppáhöldunum mínum í síðasta mánuði. Þau eru af ýmsum toga get ég sagt ykkur.

uppáhalds1

1. Kat Von D lock it farðinn. Ég á ennþá eftir að sýna ykkur töframátt þessa farða, en ég hef notað hann mjög mikið síðustu 2-3 vikur. Hann er mjög þekjandi, þornar alveg mattur og helst á allan daginn.

2. Wild argan oil body lotion frá The Body Shop. Það er bara svo djúsí og lyktin skemmir ekki fyrir. Ég get ekki mælt nógu oft með þessari húðnæringu. Hún inniheldur community fair trade argan olíu frá Marokkó. Olían er handunnin af konum úr Berber-ættbálknum í vestur-Marokkó og veitir 334 konum fastar tekjur. Mér finnst alltaf svo gaman að skoða community fair trade söguna á bakvið hverja vöru hjá TBS 🙂

3. St. tropez express brúnkufroðan. Þessi er frábær on the go, enda tekur hana bara 1 klst til að búa til smá lit. Gefur fallega gylltan lit og endist vel.

eva nyc hungry hair oil treatment

4. Eva NYC hungry hair oil treatment. Þessa keypti ég til að nota í staðinn fyrir serum, en fann fljótlega að hún þyngdi hárið á mér of mikið til þess. Ég nota hana hins vegar núna sem over-night olíu. Þá ber ég hana oftast í blautt hárenda, set hárið svo í fléttu og hef í yfir nótt. Daginn eftir skola ég og hárið er silkimjúkt og ilmar eins og sykurpúðar!

5. L’Oréal latex effect naglalakk í ‘power potion’. Fallega svart naglalakk sem ég fjallaði um hér í nóvember.

6. The Body Shop Tea tree oil. Um miðjan nóvember tók húðin á mér upp á því að breyta mér í 15 ára ungling og þessi olía hjálpaði til við að hrekja bólurnar í burtu eins og venjulega. Hún klikkar einfaldlega aldrei. Ég er örugglega búin að segja þetta 100x, en ég nota þessa olíu meira að segja til að djúphreinsa þvottavélina mína og koma í veg fyrir sveppamyndun.

uppáhalds2

glycolic fix cleanser

7. Nip+Fab Glycolic fix cleanser. Ég hef tekið ástfóstri við þennan andlitshreinsi. Ég keypti hann fyrir rúmum mánuði síðan og ætlaði varla að trúa því hvað mér leið vel í húðinni eftir fyrsta skiptið sem ég notaði hann. Það er langt síðan húðin mín hefur verið svona hrein. Þessi á að djúphreinsa og bæta áferð húðarinnar svo eitthvað sé nefnt. Ég hef ekki mikla reynslu af glycolic sýrum, en þetta virðist vera að gera góða hluti fyrir mig. Mér finnst yfirborðið á húðinni vera sléttara, svitaholurnar minna áberandi og roðinn hafa minnkað aðeins. Lyktin er líka mjög frískandi, en hreinsirinn inniheldur epla aminósýrur sem gera það að verkum að hann freyðir aðeins.

8. L’Oréal brow artist plumper. Ég fjallaði um þennan hérna og hef notað hann daglega síðan. Ég er ekki viss um að ég gæti sleppt honum úr augabrúnarútínunni minni úr þessu.

9. Skyr.is með bökuðum eplum. Já, ég sagði að uppáhöldin væru af ýmsum toga. Þetta er hreinlega of gott til að skilja það útundan. Ég varð ástfangin af þessu skyri þegar það kom fyrst í búðir, tók svo smá pásu og er all in núna. Ég borða þetta nánast daglega. Bragðið af því er bara himneskt og það inniheldur ekki viðbættan sykur, sem ég forðast eins og heitan eldinn.

melt cosmetics by starlight

10. Melt cosmetics – By starlight. Ég er mjög hrifin af melt varalitunum og þessi varð strax uppáhalds. Ég er að taka smá by starlight tímabil núna, en hann er í augnablikinu go-to fjólublái liturinn minn. Hann virkar aðeins ljósari en hann er og þess vegna setti ég þessa smellyface-bílaselfie með. Melt varalitirnir eru alveg mattir og haldast endalaust á. P.S. Melt eru að koma með augnskugga núna í mánuðinum og ég er að pissa á mig af spenningi!

11. Sally Hansen diamond strength nail hardener. Neglurnar á mér eru yfirleitt frekar veikburða en urðu bara algjört drasl fyrir mánuði síðan. Ég er svolítið búin að vera að testa mataræðið mitt og tengi þetta við það. Ég gríp alltaf í þennan þegar ég er extra slæm og það tekur yfirleitt u.þ.b. 2 vikur fyrir mig að fá neglurnar semi-sterkar aftur.

SCANDAL AD ART

12. Scandal. Ó boj. Hvar á ég að byrja. Þessir þættir bara eiga mig alla. Ég horfði á 1-2 þætti fyrir ári síðan en náði ekki að festast. Í lok október festist ég svo. Alveg. Ég eyddi öllum frítíma mínum í að horfa á þessa þætti þangað til allt var búið! Nú þarf ég að bíða fram í lok janúar eftir næsta þætti og ég fæ bara tár í augun við tilhugsunina. Hvað á ég nú að gera?? Ég vissi ekki að það væri hægt að vera með sjónvarpsþætti svona mikið á heilanum.

scandal-team-fitz-team-jake

Ég get ekki ákveðið hvort ég er #teamfitz eða #teamjake. Sko mér finnst Fitz rosalega aðlaðandi og yfirvegaður persónuleiki (þess má til gamans geta að leikarinn er 3 árum eldri en pabbi minn), en Jake er meiri bad-boy og ég er orðin svolítið veik fyrir honum.

Call me crazy.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: