Áfram held ég með jólafarðanirnar og er örugglega ekki hætt. Ég elska jú jólin og ég elska meiköpp.
Í dag skellti ég á mig svona klassísku jólalúkki sem allir ættu að geta púllað og framkvæmt.
Ég byrjaði á að skyggja og notaði til þess brúnan blýant og dreifði úr honum með blöndunarbursta. Yfir hann setti ég síðan brúnan skugga og blandaði hann út með ferskjulituðum. Gullitaður augnskuggi yfir allt lokið, ég notaði ‘bubbly’ úr einni af uppáhalds pallettunum mínum, In the light frá Stila. Ég notaði mixing vökva með honum og bar hann blautan á. Eyelinerinn er Maybelline eye studio lasting drama og augnhárin eru alluring frá Socialeyes. Undir augað fór svo smudge-aður brúnn blýantur og gold glilmmer frá Mac, en það sést betur á neðstu myndinni.
Á vörunum er ég með Kiko luscious cream lipstick í #522 og í augabrúnunum er ég með aquabrow frá Make Up For Ever. Þessi förðun klikkar líka seint með klassískum, rauðum varalit.
Þessi augnhár eru orðin ein af mínum uppáhalds. Hrikalega glamúröss! Reyndar byrjuð að losna þarna, en hey. Ég geri allskonar mistök.
xx
Leave a Reply