2014 orðaæla.

Gleðilegt nýtt ár kæra fólk!

Ég er ekki vön að hafa þetta blogg á persónulegu nótunum og hvað þá með dass af væmni, en mér datt í hug að henda smá samantekt á 2014 hér inn í stað þess að gera einn stóran facebook status. Ég skal ekki hafa þetta of langt, en það hefur reynst mér erfitt hingað til, enda orðaælumeistari.

Þetta ár var ansi viðburðaríkt. Rétt fyrir 1.árs afmælið hennar Kötlu, í janúar, tókum við Toggi ákvörðun um að flytja hingað austur á árinu í einhverju svaka flippi. Ég hætti að vinna hjá The Body Shop í lok apríl, en starfsferillinn minn þar var kominn á 4.ár.

PicMonkey Collage1    Ég áttaði mig eiginlega ekki á því að þetta væri meira en eitthvað flippp fyrr en búslóðin var komin upp í bíl og við vorum að mála yfir múminmyndirnar í herberginu hennar Kötlu í Stigahlíðinni.PicMonkey Collage2

Sumarið í Hólmi var frekar blautt og annasamt, en við tókum nokkrar góðar pásur. Ég var viðstödd giftingu góðra vina, útskrift annarra, fermingu systur minnar og þrítugsafmæli elsku Togga míns.

PicMonkey Collage3PicMonkey Collage4

PicMonkey Collage5

Í september skelltum við fjölskyldan okkur í ‘sumarfrí’, en við höfðum ekki tekið svoleiðis í 2 ár. Við flugum til Þýskalands og keyrðum í gegnum Frakkland, Belgíu, Holland og aftur til Þýskalands. Þessi ferð var best og ég lifi ennþá á henni. Penný kom til okkar í október (minnir mig!) og varð partur af fjölskyldunni okkar frá fyrsta degi. Við Penný erum mjög líkar. Stuttfættar sófakartöflur með króníska undirhöku og finnst rosalega gaman að borða.

PicMonkey Collage6

PicMonkey Collage7

Það er svolítið öðruvísi að vera allt í einu mættur á Hornafjörð aftur, eftir 10 ára dvöl í Reykjavík. Fjarri vinunum, en nær foreldrum okkar og 2 systkinum, sem er algjör snilld. Katla fær að hitta ömmur sínar og afa á hverjum degi (ásamt heilum dýragarði) og ég er ekki viss um að hún væri til í 4.hæð í Hlíðunum aftur.

P.S. Elín Rut fær fálkaorðuna fyrir að nenna að koma í heimsókn til okkar tvisvar á 2 mánuðum. Þvílíkur dugnaður!

PicMonkey Collage8

PicMonkey Collage10

Plönin okkar fyrir 2015 eru ansi mörg og kannski háleit, en það er alltaf gott að hafa nóg fyrir stafni!

Hlutir sem ég lærði á árið 2014:

*Góðir hlutir gerast hægt

*Um leið og þér verður drullusama um hvað fólki finnst um þig, þá fer þér að ganga vel. (ohh.. svo klisjukennt, en satt)

*Ég get víst búið á Hornafirði, fjarri Laugaveginum, Kolaportinu og ValdÍs.

*Ebay virkar líka á Hornafirði

*Ég kemst af án internets í 3 vikur samfleytt án þess að láta lífið.

*Ég get komið öllu dótinu mínu fyrir í helmingi minni íbúð en ég er vön að búa í, að undanskyldum 7 ruslapokum af fötum (Takk Gauji!)

*Ég misskildi eitthvað þegar ég var 12 ára. Teiknimyndir eru víst skemmtilegar.

*Ég elska Þýskaland

*Ég hata rigningu

*Lykillinn að hamingjunni er ekki að missa 7kg.

*Hárið á mér er gert úr stáli

*Sykur er ofmetinn (nema á jólunum hohoho)

*Barnið mitt er fyndnasta barn í heimi

*Jólakötturinn er ekki til!

Á morgun ætla ég að skrifa um nokkrar uppáhalds vörur frá árinu 2014 og detta aftur í ópersónulega gírinn!

Takk fyrir að halda áfram að lesa þetta blogg þrátt fyrir að ég detti stundum út.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: