Stóra glimmerfærslan! Ekki fyrir glimmerfælna.

Nú þegar áramótin eru handan við hornið eru kannski einhverjir farnir að hugsa hvernig þeir geti glimmerað sig upp. Ég sagði ‘kannski einhverjir’, ekki allir. Ef þú ert ekki einn af þessum kannski einhverjum mæli ég með því að þú látir þig hverfa á stundinni. Búið ykkur undir lestur. Ég gæti skrifað glimmerbók.

Lesendur mínir ættu að vera komnir með það á hreint að ég er með glimmerblæti og þarf engin áramót til þess að skella einu diskóteki á augnlokin á mér. Það sem ég ætla að gera í dag er að sýna ykkur 4 mismunandi leiðir til að nota laust glimmer. Ég mæli sterklega með því að fólk fjárfesti í þar til gerðu förðunarglimmeri og láti föndurglimmer alveg eiga sig, nema kannski á neglurnar. Með föndurglimmer þarf að fara extra varlega og það getur innihaldið allskonar óskemmtilegt eins og glerflísar. Ekki viljum við nú fá þær í augun.

jóladax

Ég ætla að byrja á að sýna ykkur jóladagsförðunina mína (ekkert rosalega látlaus!), en þar notaði ég glimmer yfir smokey. Ég kláraði alla augnförðunina og setti svo gyllt glimmer á c.a. 3/4 af augnlokinu, frá innri augnkrók. Þetta geri ég með því að bleyta burstann minn með setting spreyji, mixing vökva (fást í makeup búðum!) eða einhverju svipuðu, pikka svo glimmerið upp og dúmpa því á. Mjög einfalt og hægt að nota hvaða lit sem er yfir hvaða förðun sem er. Ég notaði gylltan í þetta sinn til að lífga aðeins upp á förðunina, sem var annars mjög dökk.

glitter eyeliner

Næsta lúkk er einfalt. Eyeliner gerður úr lausu glimmeri. Þetta er fínt fyrir þá sem vilja ekki of mikið glimmer. Hægt að nota yfir aðra augnförðun eða bara eitt og sér, eins og ég gerði í dag. Ég byrja á því að grunna augnlokið. Næst bý ég til línu úr duo augnháralími. Ég fann ekki drasl bursta í límið (það er algjört hell að ná því úr þeim!), svoleiðis að ég notaðist við eyrnapinna sem ég var búin að taka hausinn af. Þetta verður smá klessulegt og það lendir undantekningarlaust lím á augnhárin, en þá er alltaf hægt að taka umframmagnið af með eyrnapinna. Þegar límið er hætt að vera blautt og orðið klístrað pakka ég glimmerinu á. Næst bretti ég og setti á mig maskara. Þegar ég maskara mig og er með glimmer finnst mér best að strjúka af maskargreiðunni eftir hverja umferð með pappír, svoleiðis að það safnist ekki glimmer fyrir í maskaranum. Til að ná glimmerinu af fésinu er gott að hafa límband við hendina. Algjört snilldartrikk!

glitter eyeliner mac 3d brilliants pink

Útkoman er frekar látlaust en fallegt diskótek!

glimmervarir

Næst eru það glimmervarirnar, en þær eru reyndar ekkert svo vinsælar. Það er ekki sniðugt að skella í glimmervarir fyrir mat og ekki vera hissa þó enginn vilji koss frá þér á miðnætti. Þær eru samt sem áður mjög skemmtilegar. Ég byrja á því að setja á mig lip liner og svo varalit. Næst nota ég gloss og dúmpa svo glimmerinu á hann. Þá verður til svona glimmerhrúga, en það er mjög gott að nudda vörunum aðeins saman til að festa glimmerið betur og þá kemur skemmtilegri áferð. Mér finnst fallegast að nota glimmer í sama tón og varirnar. Rautt með rauðum varalit, bleikt með bleikum osfrv.

glimmervarir2

Ég ætla að taka það sérstaklega fram að ég myndi sennilega aldrei púlla glimmervarir við glimmereyeliner, en ég lét mig hafa það í dag, því ég nennti ekki að þvo hitt af mér á milli.

glimmerneglur

Glimmerneglur finnst mér nauðsynlegar á jólum og áramótum. Ég byrjaði á því að lakka þær í svörtu. Næst reif ég smá bút úr svampi, penslaði yfirlakki á hann og dúmpaði þar sem ég vildi fá glimmer. Svo dýfði ég nöglinni í glimmerið og lakkaði með yfirlakki.glimmerneglur2Ég gat samt að sjálfsögðu ekki látið mér nægja gyllta glimmerið og lakkaði með öðru glimmerlakki yfir.

Að lokum verð ég að deila með ykkur besta vini mínum á áramótunum. Þetta er glimmer atomizer frá Body Shop sem hefur alltaf komið í búðirnar fyrir jólin núna í nokkur ár. Þetta er fíngert glimmer með pumpu og kemur yfirleitt í 2 litum. Mér finnst fölbleiki liturinn ómissandi og ég nota hann sem highlighter, í hárið og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef meira að segja lakkað á mér neglurnar, spreyjaði yfir og lakkað yfir með yfirlakki. Það er mjög fallegt. Ég þori ekki að fara með hvort hann sé uppseldur eða ekki, en þið munið þá bara að tryggja ykkur hann fyrir næstu jól.the body shop glitter atomizer

P.S. Það er líka dásamleg cherry blossom lykt af úðanum og mig langar að borða hann.

Gleðilegt glimmer!

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: