Mér líður svolítið eins og ég eigi eftir að skila íslenskuverkefni og sé að skrópa í tíma til að þurfa ekki að horfast í augu við það. En eins og flestir aðrir hef ég stundum mikið að gera og þá fer bloggið í 2.sætið. Ég er nú einu sinni kærasta, mamma og margt fleira. Við fjölskyldan skruppum til Reykjavíkur yfir helgina að hitta fólkið okkar. Við náðum þó ekki að hitta eins marga og við hefðum viljað, en vonandi stoppum við lengur næst. Ég datt líka á rassinn og labba núna eins og áttræð mörgæs. Það er afrek út af fyrir sig.
Skrapp með Völu á Makeup Seminar á Rúbín, þar sem makeup artisti að nafni Orlando Santiago fræddi okkur um hitt og þetta.
Hann sýndi okkur tvær farðanir og talaði í gegnum ferlið. Mjög fræðandi og skemmtilegt. Orlando Santiago hefur m.a. unnið með Pat McGrath, sem er sá makeup artisti sem ég lít mest upp til í heiminum. Hann hefur farðað Rihanna, unnið töluvert með Lady Gaga og unnið á 34 tískuvikum. Sannkallaður reynslubolti þar á ferð og gaman að fá nokkur tips frá honum.
Smá jólagjafamont, en ég fékk face forward í jólagjöf, sem mig hefur lengi langað í. Keypti making faces í Góða hirðinum á 200 kall fyrir nokkrum árum síðan og vantaði einmitt þessa. Þessar bækur eru svolítið næntís, en innihalda tímalaus tips og það er gaman að glugga í þær. Nú vantar mig bara the art of makeup! Pyropet kisurnar fékk ég líka í jólagjöf og gæti ekki verið kátari með.
‘Litla’ músin mín varð tveggja ára í gær og fagnaði deginum með ‘viddogbósaköku’, blöðrum og tilheyrandi. Ég trúi ekki að það séu komin 2 ár síðan hún kom í heiminn í Stigahlíðinni. Ég vissi allavega ekki að ég hefði elst um tvö ár síðan þá. Reality check!
Engar afsakanir á morgun! Þá byrjar bloggrútínan aftur.
xx
Leave a Reply