Made to last!

Ást mín á MAC varalitum ætti varla að fara framhjá neinum, en ég er alls ekki sú eina sem getur staðið yfir varalitastandinum í MAC búðunum og gleymt stað og stund. Það sem virðist samt oft gleymast þegar talað er um MAC varaliti eru pro longwear litirnir. Fæstir virðast taka eftir þeim og eru að fara á mis við góða vöru.

Formúlan í pro longwear litunum (eða lipcreme’s, eins og þeir heita) er mjúk og þeir eru þægilegir í ásetningu. Fullkomlega pigmentaðir og áferðin kremkennd í byrjun, en er svo orðin frekar mött eftir klst. Uppáhalds varaliturinn minn í öllum heiminum er einmitt pro longwear lipcreme. Ég nota hann svona mikið vegna þess hve lengi hann tollir á vörunum, en það er t.d. nánast ómögulegt að borða hann af sér. Sá heitir seasoned plum (er reyndar ekki lengur í sölu, góð saga!) og þið hafið oft séð mig með hann. Ég ætla samt sem áður ekki að sýna ykkur hann í dag, heldur nýjasta litinn í safninu, eða ‘Made to last’.
mac pro longwear lipcreme made to last 2

Ég er búin að vera með æði fyrir brúnum og gráum tónum í heilt ár núna og virðist ekkert ætla að verða leið á þeim. Þessi er rauðbrúnn og algjörlega one of a kind í mínu safni. Fyrir svona 2 árum síðan hefði ég sennilega ælt hressilega yfir hann, en svona er smekkurinn síbreytilegur. Hann er vel þekjandi og eins og áður sagði tollir hann endalaust. Það er hægt að kyssa fólk hægri vinstri með þessum varalitum án þess að þeir smitist. Ég lofa engu eftir 9.bekkjar-skrúfusleik, en Toggi virðist vera löngu búinn að taka þessa í sátt.
mac pro longwear lipcreme made to last 3

Umbúðirnar á þessum eru aðeins öðruvísi en á þessum týpísku, aðeins meira chic ef eitthvað er. Já, ég sagði chic. Ég elska hljóðið þegar maður tekur lokið af.

mac pro longwear lipcreme made to last

Hérna er ég með grábrúnan blýant undir og kældi rauða litinn í honum aðeins niður.

…Það er ekki oft sem þið fáið að sjá alvöru húðlitinn minn, en hér er hann í öllu sínu veldi. Nei, ég er ekki veik. Meikið mitt er meira að segja aðeins of dökkt! Vona að þið fyrirgefið mér.

Kinnaliturinn sem ég er með heitir marshmallow (04) frá Body shop, en mér finnst fallegast að nota hann á ljósa húð. Hann frískar aðeins upp á mann án þess að virka gervilegur. Augnskugginn er einnig þaðan og heitir ‘caramel flirt’. Ég þyrfti að segja ykkur frá TBS augnskuggunum við tækifæri, en þeir eru nefnilega stórfínir.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: