Grammy farðanir!

Grammy verðlaunin fóru fram í gær og þar sem ég horfði ekki á þau ákvað ég að leita uppi myndir af stjörnunum og rýna í förðunina eins og svo oft áður. Hér koma nokkrar uppáhalds og einhverjar minna uppáhalds!
Anna-Kendrick

Anna Kendrick er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst hún feila mjög sjaldan. Allt voða klassískt hjá henni í þetta skiptið. Fötin, hárið og förðunin. Hún var með smá skyggingu á augnlokinu, eyeliner og metallic skyggingu undir auganu. Varirnar voru nude og glansandi. Það sem heillaði mig strax var húðin, en á hana var notuð vara sem mig hefur dauðlangað í lengi, Becca shimmering skin perfector. Bjútifúl!

image (2)

Ókei hæ ég heiti Birna og ég fíla ekki Taylor Swift. Ég veit að ég þarf ekki að fíla tónlistina hennar til að gefa förðuninni séns, en ég á (oftast) svolítið bágt með það þegar það er settur sterkur, dökkur litur undir augað og hvítur í  vatnslínuna. Ég veit að þetta er oft gert til að opna augun, en þetta er bara eitthvað sem ég þarf að komast yfir. Að öðru leyti er hún svosem voða fín. Varirnar eru mjög fallegar!

531541735TM00598_57th_GRAMM

Lady Gaga er ekki þekkt fyrir annað en að fara sínar eigin leiðir. Ég er mjög hrifin af förðuninni hennar, þó svo að augun leiti ósjálfrátt niður á við. Ég elska hvað augabrúnirnar tóna við hárið án þess þó að hún virki sviplaus. Augun eru bjútifúl að mínu mati. Það var eitthvað hafmeyjulúkk í gangi hjá henni og það endurspeglaðist í þeim. Á augun var notaður kremaugnskuggi frá Shiseido, sem er guðdómlegur. Varaliturinn er passlega látlaus við augun, en samt mjög fallegur út af fyrir sig. Ég á örugglega eftir að reyna að endurgera þessa förðun, eða gera eitthvað svipað. Stay tuned!

57th GRAMMY Awards - Arrivals

Ó Gwen Stefani. Átrúnaðargoðið mitt frá 11-17 ára. Eiginlega ennþá. Hún er svo glæsileg! Ekkert meira um það að segja. Bjútifúl augu við fallegar, nude varir og ferskjulitaður kinnalitur. Augnhárin eru líka æðisleg!

image

Það er í rauninni ekkert sérstakt sem heillaði mig fram yfir annað við förðunina hjá Beyoncé. Það sýnir bara hvað hún er gordjöss. Alltaf.

57th GRAMMY Awards - Arrivals

Jessie J var með fallega plómu-rauðar varir og brjálæðislega falleg augnhár. Læk.

57th GRAMMY Awards - Arrivals

Katy Perry var glansandi fín. Það er samt eitthvað við þessa förðun sem mér finnst off. Kannski hvað skyggingin á augnbeininu stendur beint upp í loftið? Það lætur hana líta út fyrir að hafa farið í einhverja brjálaða andlitsstrekkingu. Annars finnst mér hún voða sæt. Bleiku kinnarnar eru svo fínar við hárið og varaliturinn nude með ferskju-blæ.

Kelly-Osbourne

Önnur fjólubláhærð skvísa, Kelly Osbourne. Mér finnst hún oftast mjög fín og sæt og þetta skiptið var engin undantekning. Húðin ljómar og ég var sérstaklega hrifin af fölbleiku, möttu vörunum.

Miley-Cyrus

Miley, Miley, Miley… Ég er ekki að fíla hárið. Mér finnst að það ætti ekki að vera greitt aftur, því mér finnst það líta út fyrir að vera skítugt. Hún ætti að hugleiða að fjárfesta í bláu sjampói eða jafna litinn á því aðeins. Varaliturinn er voða fínn, en það er lítið annað að segja um þetta lúkk.

57th GRAMMY Awards - Arrivals

Rita Ora held ég að hafi verið með djörfustu förðun gærdagsins, en þetta smokey gefur mér gæsahúð. Það er fullkomið! Mér finnst smokey á brúnum augum alltaf svo fallegt. Húðin er mikið skyggð, en samt ekki of, enda býður húðliturinn uppá það. Varaliturinn setur svo punktinn yfir i-ið, mattur, nude. Klippingin er líka æði!

rs_634x1024-150208182629-634.Kim-KardashianGrammy-Awards-Beauty.ms.020815

Kim K tók engar áhættur,  heldur flaggaði signature lúkkinu sínu. Bronzing olían í brjóstaskorunni var full mikið af hinu góða fyrir minn smekk, en hún er nú ekki þekkt fyrir annað en að bronze’a smá.

rs_634x1024-150208190343-634-rihanna-beauty-grammys.jw.2815

Rihanna olli mér smá vonbrigðum, en hún fór svolítið útfyrir sinn persónulega stíl og klæddist bleikum rjómabollukjól. Hún var ekki jafn edgy og venjulega og förðunin var mjög látlaus og stelpuleg.

Sia

Endum þetta á Sia, sem var aðallega í flippinu, en hún er ekki mikið fyrir að sýna andlitið á sér þegar hún performar. Fallegur varalitur samt sem áður!

Ég held að Lady Gaga hafi átt vinninginn hjá mér í ár! Rita Ora fylgir fast á eftir og svo Jessie J.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: