Tanya Burr: Pretty lady

Jæja, þá er ég að skríða upp úr flensu og fannst tilvalið að prófa ný Tanya Burr augnhár í tilefni þess að ég er ekki lengur með hita og óráði.

tanya burr pretty lady review 2

Þar sem það er jú bara mánudagur og ég er að fara í búðina ákvað ég að velja þau stystu í bunkanum. Þau heita pretty lady og ég held að ég hafi vanmetið þau svolítið við fyrstu sýn. Ég var í rauninni minnst spennt fyrir þeim svona þegar ég horfði á þau við hliðina á hinum, en þau eru strax orðin uppáhalds tanya burr augnhárin mín.

tanya burr pretty lady review

Ég skellti í eina fyrir og eftir mynd handa ykkur.
Þrátt fyrir að virka ekki jafn löng og glamúrös og hin augnhárin, þá þjóna þau svo sannarlega sínum tilgangi. Þau leggjast þétt niður með þínum eigin augnhárum, þykkja og gefa meiri fyllingu. Þau blandast vel, virka mjög náttúruleg og myndu passa með hvaða förðun sem er. Ég mæli með þeim fyrir þær sem eru að prófa sig áfram með augnhár og vilja ekki of mikla lengingu.

tanya burr pretty lady lashes review

Hérna sjáið þið þau betur. Ég held að augabrúnirnar mínar séu líka að jafna sig eftir flensuna. Scusamí!

DSC_0181

Á vörunum er ég með Maybelline color sensational velvet beige blýantinn góða og Maybelline color elixir gloss í nude illusion. Á augun fóru þessir augnskuggar frá Inglot (áfram ég að vera ekki með nöfnin á hreinu!), L’Oréal super liner extra black gloss (þessi finnst mér góður til að fela bandið á augnhárum!) og Too faced better than sex maskarinn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: