Neutrogena Pink grapefruit – fyrir allar húðtýpur.

Þá ætla ég að segja ykkur frá Neutrogena pink grapefruit línunni eins og ég lofaði, en ég var búin að fara yfir appelsínugulu vörurnar. Ég fékk vörurnar sendar sem sýnishorn, er búin að nota þær í rúmar 3 vikur núna og líkar mjög vel. Línan er fyrir allan aldur og allar húðtýpur, en stærsti kosturinn eru innihaldsefni sem vinna á bólum og fílapenslum. Heppin ég!neutrogena pink grapefruit

Allar vörurnar í Pink grapefruit línunni eiga það sameiginlegt að búa yfir Microclear tækninni sem ég sagði aðeins frá í færslunni um appelsínugulu vörurnar. Formúlan fyrirbyggir fílapensla- og bólumyndun og vörurnar eru þróaðar af húðsjúkdómalæknum. Vörurnar ilma eins og bleikur greipávöxtur, sem gerir húðhreinsirútínuna margfalt meira spennandi (ég viðurkenni hér með að það að þrífa á mér andlitið er með því leiðinlegasta sem ég geri) og B manneskjan ég sprettur í gang um leið og ég finn lyktina.

1. Andlitskremið í línunni er létt og kremkennt. Það gefur húðinni fyrst og fremst 24 stunda raka, en er samt sem áður olíulaust. Það gengur hratt inn í húðina og með daglegri notkun getur það reynst bólufési eins og mínu vel. Mér finnst húðin frískleg og það hentar vel undir farða. Í augnablikinu er ég að nota það bæði kvölds og morgna. Enginn þurrkur til staðar og ekki bóla sjáanleg í augnablikinu! – Knock on wood.

2. Cream wash er mildur og góður kremhreinsir sem hentar þeim sem eru með þurrari húð. Hann hreinsar húðina vel um leið og hann gefur henni raka og skilur hana eftir mjög áferðarfallega. Ég mæli sérstaklega með þessum. Ég er ekki vön að vera með mjög þurra húð, en mér finnst hann þægilegastur í notkun. Ég bleyti bara andlitið aðeins, nudda honum á það og skola svo vel af með blautum þvottapoka. Fljótlegt og þægilegt á kvöldin til dæmis!

3. Facial wash er gelhreinsir og hentar þeim sem eru með normal út í blandaða húð. Ég nota þennan með bursta (ég mæli með andlitsburstanum frá Body Shop), nudda í hringlaga hreyfingum og húðin verður skínandi hrein. Þegar ég nota vörur með þessum bursta þarf ég að passa mig sérstaklega á að nota andlitsvatn eftirá, og þá er appelsínuguli gaurinn sem ég sagði ykkur frá um daginn tilvalinn. Ein pumpa gefur passlegt magn af hreinsinum.

4. Daily scrub er (eins og flestir átta sig á) skrúbbur sem hægt er að nota daglega. Hann hefur fíngerð og þétt korn, sem eru passlega hörð (eða lítið hörð) fyrir viðkvæma húð eins og mína. Ég er skrúbbasjúk, en þarf passa mig að skrúbba ekki of mikið, því þá fer ég að slípa yfirborðið á húðinni of mikið og það er ekki kúl. Ég tók tímabil þar sem ég ‘ofskrúbbaði’ húðina mína og hún er eiginlega að jafna sig ennþá. Þess vegna hef ég vanið mig á að skrúbba ekki daglega lengur, en þennan finnst mér ég geta notað oftar heldur en flesta skrúbba sem ég hef átt. Hann er svo mildur og góður. Mér finnst best að nota hann í sturtunni og andlitsvatn á eftir.

Vonandi eruð þið einhvers vísari um eiginleika Neutrogena varanna, en ég mæli með báðum línunum, enda eitthvað til fyrir alla. Engin af vörunum virkar ertandi á húðina mína, en yfirleitt þarf ég að fara í gegnum langt og strangt test-ferli til þess að finna eitthvað sem mig klæjar ekki undan eða fæ útbrot af. 🙂

Þið finnið Neutrogena í Hagkaup og apótekum!

xx

3 thoughts on “Neutrogena Pink grapefruit – fyrir allar húðtýpur.

Add yours

  1. Daily skrúbburinn er æði, verð að prufa eitthvað fleira úr línunni (Eitthvað eitt sem þú mælir með frekar en annað?).
    Var að prufa skrúbbinn í fyrsta skipti síðustu helgi og maður verður svo fáránlega squeeky miðað við hvað hann er mildur- hélt fyrst að hann myndi ekkert virka því hann er svo “mjúkur”, en hann kom á óvart!

    Like

    1. Einmitt! Sammála. Ég mæli með að taka cream wash! Veit svosem ekki hvernig húðin þín er, en mín er blönduð og hann hentar mér vel! Finnst alltaf betra að nota kremhreinsa heldur en gel, af því að þeir ná meikinu betur af. Svo er dagkremið mjög létt og fínt! En mæli mest með cream wash!

      Like

      1. Aji úps haha!
        Ertu að meina að þú getir ekki framkvæmt húðgreiningu í gegnum kommentakerfið á wordpress? Heeeeh.
        Ég skoða þetta cream wash betur, takk!

        Like

Leave a Reply

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑