Ég var svo spennt að prófa nýju Vixen augnhárin mín frá SocialEyes að ég skellti í eina úber augnförðun í fyrradag.
Á augun notaði ég nýju Morphe pallettuna sem ég er búin að segja ykkur frá (og þið munuð örugglega fá að heyra meira af! sorrí! þegar ég elska eitthvað, þá bara er ekki aftur snúið!) og copper sparkle pigmentið frá MAC. Á varirnar setti ég svo stone lipliner frá MAC og matte me í birthday suit frá Sleek.
Augnhárin eru sjúklega töff, þetta var ást við fyrstu sýn. Hárin eru ekta og augnhárin eru mjög þægileg í notkun. Bandið er glært (stór plús) og hárin eru í svona búntum, en þannig augnhárum er ég langhrifnust af. Hlakka til að nota þau meira. Þau fást hér!
Fjólublátt auga með dass af kopar!
…Ég læt instamyndirnar líka fylgja með, þó að instapósurnar mínar og filterarnir séu oft ekki fyrir viðkvæma. Stundum lúkka hlutirnir bara betur í frontcamerunni á æfón! Ég er ekki að grínast.
Ef þið horfið framhjá softening filternum á bollukinnunum mínum komið þið auga á augnhárin. Eru þau ekki fííín?
Leave a Reply