Fleiri staðreyndir!

Ég var tögguð af snillingnum henni Þórunni Sif að skrifa nokkrar staðreyndir um mig, sem þýðir að taggið er komið í hring! Ég gerði ’20 staðreyndir um mig’ vídjó í janúar, en ég ákvað samt að gera bara nokkrar auka á skriflegu formi. Þetta er tilvalin leið til að láta ykkur vita að ég er ennþá á lífi, en ég er með eitlabólgu í augnablikinu (lít út eins og ég sé ekki með háls), svoleiðis að ég hef ekki lagt í að taka upp vídjó.

Ég set staðreynda vídjóið neðst í færsluna, ef þið skylduð vilja horfa á það, en hér koma 14 aðrar staðreyndir! Eftir þennan lestur munuð þið eiga eftir að vita svo mikið um mig að það verður creepy.

Ég safna mjög sérstökum dúkkum, eða living dead dolls. Þær hræða fólk sem kemur í heimsókn, en mér finnst þær afskaplega krúttlegar.

Ég er rosalega heilluð af ævintýrum, ævintýramyndum og ævintýralegum karakterum. Draumurinn minn var alltaf að starfa við special effects makeup í kvikmyndum og búa til allskonar skemmtileg gervi.

Drauga- og þjóðsögur eiga líka sér stað í hjarta mínu og ég á stórt safn af íslenskum þjóðsögubókum.

Ég er búin að blogga meira og minna í 12 ár, en þetta blogg átti eins árs afmæli um daginn. Hvern hefði grunað að ég gæti haldið mitt við eitt viðfangsefni í svona langan tíma!

Stærðfræði og bólur eru verstu óvinir mínir í lífinu.

Ég hef átt tvo chihuahua hunda.

Ég á jeppa.

Ég keyri samt eiginlega aldrei. Ég tók bílprófið ekki fyrr en rétt fyrir 23 ára afmælið mitt og er mjög hrædd við að keyra í Reykjavík. Ekki batnaði ástandið þegar ég átti dóttur mína. Strætó og ég erum bestu vinir.

Ég á fleiri leðurbuxur en gallabuxur.

Ég æfði á píanó í 7 ár en kann ekki að lesa nótur í dag.

Uppáhalds hljómsveitirnar mínar í öllum heiminum eru Radiohead, Massive attack, Zero 7, Nick Cave and the bad seeds, Portishead, Led Zeppelin og Lights on the highway. Svo gæti ég reyndar haldið áfram í allan dag.

Ég kann alla Charlie and the chocolate factory myndina utanað.

Ég safna hauskúpum og beinum. Allar gjafir velkomnar.

Ég er hræðilega óákveðin að sögn vina minna, en ég kalla þetta almenna skynsemi.

Ég elska loðpelsa og hef ekki keypt mér úlpu síðan árið 2007.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: