Síðustu vikurnar á instagram hafa verið örlítið flippaðar. Þar posta ég oft aðeins öðruvísi lúkkum en hér. Mér finnst ‘bjútí-lúkkin’ mín alltaf meira eiga heima á blogginu og í vídjóunum, þar sem fólk græðir kannski ekkert mikið á því að sjá hvernig ég spreyja á mig svartri málningu. En á instagram er svona mega flippað meiköppsamfélag og þar finnst mér gaman að sýna mig og sjá aðra. Ef þið viljið fylgja mér þar, þá heiti ég @birnamaggmua !
Setti reyndar eina minimal makeup mynd inn um daginn, svona til að sýna fólki að ég er ekki alltaf eins og ég sé á leiðinni í drag.
Góða helgi!
xx
Leave a Reply