Mig langar að segja ykkur frá primer sem ég nota mjög mikið. Ég hef oft minnst á hann við ykkur, en aldrei sýnt ykkur almennilega hvað hann gerir. Þetta er InstaBlur primerinn frá The Body Shop.
Fyrir þá sem ekki vita, þá eru primerar til þess gerðir að fullkomna yfirborð húðarinnar og búa til bjútifúl grunn undir farða. Þeir koma líka oft í veg fyrir glans og láta farðann haldast betur. Þessi sinnir öllum þessum verkum eins og fagmaður!
Ég er ein af þeim sem getur ómögulega sett á sig farða án þess að vera með primer undir, en ég er með frekar ójafna húð. Þið trúið örugglega ekki hvað ég hef prófað marga primera, en þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir. Það er óvenjulegt að finna góðan primer á góðu verði og þess vegna er þessi í miklu uppáhaldi.
Ég kynntist InstaBlur þegar ég var að vinna í búðinni og var orðin ástfangin af honum löngu áður en hann fór í sölu. Ég smellti mér svo á eitt eintak þegar hann loksins kom og er búin að nota hann mikið síðan þá.
Hann fyllir upp í svitaholur, gerir fínar línur minna áberandi og farðinn tollir lengur á húðinni þegar ég nota hann. Hann hreyfist ekki eins mikið og venjulega, enda fer ég ekki að glansa fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 klst. Einn og sér er hann líka sniðugur fyrir fólk sem notar ekki farða, til að matta húðina og gefa henni fallegra yfirbragð. Ég ætla að sýna ykkur smá fyrir/eftir myndir, af því mér finnst svo gaman að leyfa fólki að glápa á svitaholurnar mínar.
Munurinn er sjaldan mjög dramatískur á svona primera myndum hjá mér, en þið sjáið að grunnu svitaholurnar hverfa alveg. Örin verða grynnri og stærstu svitaholurnar líka. Húðin virðist mýkri og áferðarfallegri.
Stór plús við primerinn er að hann inniheldur kaldpressaða Community fair trade marúla olíu (marúla olía gefur passlegan raka og stíflar ekki) og þessi viðskipti veita 1750 konum í Namibíu fjárhagslegt öryggi og sjálfstæði.
Ég mæli með því að þið gerið ykkur ferð í Body Shop, þó ekki nema bara til að prófa hann á handabakinu! Áferðin er frekar funky fyrst, en þegar þið dreifið úr honum verður hann eins og silki.
xx
Takk fyrir þessa ábendingu! Keypti þetta um helgina og þetta er algjör snilld 🙂
LikeLike
Frábært að heyra! 🙂
LikeLike
Hvaða dásamlega varalit ertu með í þessu myndbandi hér -> https://www.youtube.com/watch?v=QWZNjj5Kovk ?? 🙂
LikeLike
Heyrðu mér finnst líklegast (og mig minnir) að ég sé með stone lipliner frá mac undir og color crush 340 frá body shop dúmpaðann yfir 🙂
LikeLike