Í dag ætla ég að bjóða ykkur upp á mjög óspennandi vídjó, en ég tók upp ‘full coverage’ rútínuna mína, þar sem ég fer yfir (í ekkert svo grófum dráttum) hvað ég nota í fésið á mér þegar ég farða mig almennilega. Mínus augu, varir, augabrúnir o.þ.h. sem sagt.
Þessi rútína breytist mjög sjaldan og þess vegna ákvað ég að skella bara í eitt vídjó sem ég mun setja undir hin vídjóin. Ég veit að margir vilja sjá makeup frá A-Ö í myndböndum, en þau yrðu svo hryllilega löng ef ég myndi hafa þetta með. Ég er ekki með lýtalausa húð (hún er reyndar í óvenju góðu standi núna fyrir utan ör/för!) og það tekur sinn tíma að fínpússa hana. Ef ykkur langar að sjá, þá megið þið endilega horfa, en ég gerði þetta myndband aðallega til að ‘hafa það með’.
Ég á eflaust eftir að gera betri útgáfu af þessu myndbandi einhverntíman, sérstaklega ef ég fer að nota aðrar vörur í verkið.
P.S. Ég sleppti highlighter, enda er misjafnt hvort eða hvernig ég nota hann!
P.S. 2. Aldrei hefði mér dottið í hug fyrir ári eða 2 síðan að ég myndi setja myndband af mér án hyljara og farða á internetið og deila því sjálfviljug með nokkur hundruð manns. En ég er alltaf að taka húðina mína meira og meira í sátt og nenni ekki að vera endalaust í feluleik.
xx
var að rekast inná bloggið þitt, og mér líkar stax við þig, beint í favoritse svo ég geti fylgst með 🙂
LikeLike
Takk kærlega fyrir! En skemmtilegt að heyra 🙂
LikeLike
Finnst snilld að geta fylgst með bloggi þar hjá einhverjum sem er með svipaða húð 🙂 sammála með beint í favorites!
LikeLike
Frábært að heyra 🙂
LikeLike
Var að horfa í fyrsta sinn á þig …mjög flott og á klárlega eftir að fylgjast með í framtiðinni .. ef að ég mætti koma með eina athugasemd að þá finnst mér oft vanta að lista upp nöfnin á vörunum sem þú notar ..sérstaklega þegar þú ert að tala um einhverjar uppáhaldsvörur og maður nær varla að skrifa niður nafnið ( eða skirifar það kannski ekki rétt …) til að versla og prófa sjálfur ..annars mjög skemmtilegt og lærdómsríkt …takk fyrir
LikeLike
Hæhæ! Takk fyrir að horfa!
Þetta myndband er eitt af mínum fyrstu 🙂 Í þessum nýrri fylgja nöfnin á vörunum með.
LikeLike