Sephora óskalisti!

Ég fann sjálfa mig allt í einu á flakki um Sephora síðuna í gærkvöldi. Ég má helst ekki fara þangað inn án þess að fylla körfuna mína af allskyns dóti sem hangir síðan bara þar mánuðum saman. Þetta er mjög sérstakt áhugamál, ég veit. Plís segið mér að það sé einhver þarna úti sem á líka fullar innkaupakörfur út um allt internetið! Gefið ykkur fram!

Sumt af þessu eru reyndar vörur sem ég er búin að láta mig dreyma um í töluverðan tíma, svo það fer kannski að verða tímabært að kaupa þær bara!
oskalisti

1. Ég elska OCC lip tars og langar mest í þessa. Fyrsti er í metallic áferð og heitir Technopagan. Mig hefur langað í hann lengi, en ég myndi segja að hann væri svona fjólu-/kóngablár. Ótrúlega fallegur! Hinir 3 eru mattir og heita Sebastian, Lydia og Narcissus. Sebastian hefur líka verið á óskalistanum lengi, en hann er svona ‘taupe’ (af því að ég á nefnilega ekki nóg af svoleiðis varalitum… einmitt..). Lydia er svona plómulitur í ljósari kantinum og ég myndi nota hann mjög mikið. Ég er ekki mikið fyrir bleika varaliti, en Narcissus er svona tyggjóbleikur og djúsí og það er eitthvað við hann!

2. YSL Manifesto lyktin. Ég fékk prufu af þessari lykt og varð bara ástfangin. Hafiði ekki fundið þessa tilfinningu þegar þið finnið ilmvötn sem eru bara akkúrat ‘þið’? Mér líður þannig þegar ég set þessa á mig. Jasmín, vanilla og tonka baunir. Hljómar eins og besta blanda í heimi og er það. Ég mun eignast þessa lykt.

3. Murad post-acne spot lightening gel. Ég hef alltaf verið svolítið skotin í Murad vörunum. Þær eru þróaðar af húðsjúkdómalæknum og sogast alltaf að svoleiðis línum. Þessa dagana er ég að taka smá rassíu í húðinni á mér og hún er alltaf að verða betri og betri. Ég væri mikið til í að eignast þetta gel, þar sem það á að lýsa upp ör og för eftir bólur.

4. Benefit roller lash hljómar eins og maskari fyrir mig. Ég er með frekar löng augnhár, en þau standa beint fram, svoleiðis að þau sjást ekki nema ég bretti. Þessi á að setja góða sveigju á þau og er strax búinn að fá góðar umsagnir.

5. Urban decay moondust augnskuggarnir eru að gera mig brjálaða! Þeir eru svo fallegir! Ég veit ekki hvaða lit ég myndi vilja mest. Helst alla. Áferðin á þessum augnskuggum virkar bara eins og algjör draumur! Googlið swatches af þeim!

6. Make Up For Ever Step 1. Þetta eru primerar í 10 útfærslum. Ég myndi helst vilja prófa ‘redness correcting primer’ og ‘smoothing primer’. Svo er helmingurinn af þeim svona ljóma-primerar fyrir hvern og einn húðtón. Þetta er pottþétt eitthvað sem er vert að skoða fyrir primerasjúklinga eins og mig.

7. Nails Inc naglalakk í litnum Westbourne park road. Ég er náttúrulega að missa mig í öllum þessum ‘greige’ og nude litum og þetta naglalakk má alveg eiga heima hjá mér.

8. Talandi um greige, hér er ‘Cava’ frá Bite beauty (luminous creme), en honum er lýst sem ‘lilac beige’. Mig er búið að dreyma þennan varalit. Bókstaflega. Ég bara verð að eignast hann.

9. Anastasia brow wiz í litnum taupe. Ég á orðið engar augabrúnavörur sem passa við hárið mitt núna. Ég byrjaði að leyfa fasta litnum í brúnunum að vaxa úr fyrir jól og hann er nú loksins farinn allur, svo ég er bara með skínandi hvítar augabrúnir núna. Mér finnst það þægilegra þegar ég er að flakka svona mikið á milli lita (grátt, bleikt, hvítt, grátt, bleikt, hvítt) og vantar einhvern lit sem tónar við rótina mína. Taupe held ég að væri fullkominn! Ég er líka að verða aðeins meira bissí núna heldur en ég hef verið upp á síðkastið, svoleiðis að það væri fínt að eiga eitthvað til að skella í þær í flýti.

Svo megið þið bara senda þetta til mín!

xx

10 thoughts on “Sephora óskalisti!

Add yours

 1. Íjjjj ég ætlaði að kaupa Technopagan þegar ég var úti síðast en hann var uppseldur, ég var svo fúl 😦
  En ég er einmitt ótrúlega spennt fyrir þessum nýju MUFE primerum (og UD augnskuggunum og Murad vörum og og og)..

  Like

 2. Ég eyði heilu kvöldunum í að fylla allar innkaupakörfur á öllum síðunum..fer í checkout, fæ sjokk yfir verðinu og loka svo tab..aaaftur og aftur. Hlýtur að vera einhverskonar röskun..internet windowshopping disorder?

  Like

  1. Ókei, mér líður alltaf betur og betur með þetta. Ég geng reyndar skrefinu lengra og sigta síðan úr, gef mér eitthvað hámark eins og $140 (finnst það rosa fín tala sko), en kaupi síðan samt ekki. Getur ekki bara einhver drullast til þess að borga þessar körfur fyrir okkur?

   Like

 3. Bissnesshugmynd! Maður sendir þér mynd af fési sínu ásamt því sem manni líkar við – þú græjar einn góðan innkaupalista fyrir mann og í staðinn færðu hluti af þínu óskalista? Ég er t.d. mjög spennt að fara í búðina en þekki merkin og vörurnar lítið 🙂

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: