EyeKandy glimmerbomba!

HÆ!

Já, ég er lifandi. Þá er þessi 3ja vikna bloggpása á enda, en fyrir þá sem ekki vita var ég alveg cherlega upptekin og bloggið þurfti að sitja á hakanum í smá stund. Nú á ég orðið nokkrar vörur í pokahorninu til að segja ykkur frá og hvað er betra til að rjúfa þessa bloggpásu með heldur en smá glimmer?

Ég er glimmersjúk eins og flestir vita og varð því súper spennt þegar ég frétti að Eye Kandy glimmerið væri að koma í sölu á haustfjord.is. Ég átti reyndar ekki krónu með gati á þeim tíma, en glimmerkaup eru yfirleitt ekki fremst í forgangsröð aðgerða þegar maður á mann, barn, hund og bíl sem er alltaf bilaður. Einhverntíman fyrir stuttu þegar bíllinn virtist í lagi (hann er aftur bilaður núna) ákvað ég að splæsa í eitt stykki og var svo heppin að fá annað til að prófa, sem og glimmergrunninn, liquid sugar. Þeir sem fylgja mér á instagram eru eflaust búnir að sjá slefpollana eftir mig þar, en ég er fáránlega hrifin.

eyekandy2

Glimmerið sem ég keypti heitir ‘chocolate chip’ og svo fékk ég einn af vorlitunum til að prófa, ‘Violet, you’re turning violet’. Liquid sugar er (eins og nafnið gefur til kynna) glimmergrunnur í fljótandi formi sem notast með bursta. Mér finnst best að dýfa burstanum fyrst í grunninn, svo í glimmerið og strjúka yfir augnlokið, en ekki dúmpa.

eyekandy1

Chocolate chip er af gerðinni ‘super fine’, en glimmerin koma í 3 gerðum. Super fine er fíngerðasta týpan. Ég er ekki með á hreinu í hvaða flokki fjólubláa glimmerið er, en það er mikill munur á áferðinni á þeim, svoleiðis að ég ætla að leyfa mér að giska á að það sé fine. Mér fannst töluvert betra að vinna með það heldur en hitt, en eftir því sem fínni glimmer eru er yfirleitt erfiðara að vinna með þau. Fjólubláa glimmerið er með ‘holographic’ áferð og það glampar alveg einstaklega fallega á það. Brúna myndi ég segja að væri dökkbrúnt með koparglitri, mjög flott yfir smokey. Það virkar eiginlega eins og mega glimmerað pigment þegar maður er búinn að bleyta upp í því.

Liquid sugar lætur glimmerið tolla mjög vel, án þess þó að það verði ómögulegt að taka það af. Aðal hausverkurinn við glimmernotkun er hvað það hrynur oft mikið, en ég tók ekki eftir því í þetta skiptið. Ég mun koma til með að nota þetta með öllu mínu glimmeri héðan í frá.

Ég læt fylgja með úber filteraðar myndir af instagram, en ég fiktaði samt ekkert í glimmerinu. Sjáiði hvað það er fínt!

11162075_1661233604097796_6583254387665156554_n

auga

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: