Myndband: Uppáhalds í apríl!

Jæja, þá er loksins komið nýtt vídjó. Þarna fer ég yfir uppáhalds (veraldlega og lifandi) hluti í apríl. Ég biðst fyrirfram afsökunar á ósmekklegum og lélegum bröndurum. Ég held að ég hafi verið með gestapest. Ég var samt ein. Ég tala líka óþarflega mikið um bólurnar mínar, þið getið bara spólað yfir það. Eins verð ég að afsaka lélega vinnslu á myndbandinu þar sem það heyrist ekkert hvað ég er að segja í einhvern tíma út af (mega lélegu) tónlistinni undir.

Ég vona samt sem áður að þið nennið að horfa og þið megið endilega skilja eftir athugasemd eða einhverja sönnun um lífsmörk.

Góða helgi! (það er þriðjudagur)

Bless

xx