HONEY BRONZE face gel – ljómi í túpu

HÆ!

Ég skrapp aðeins í borgina til að hitta fólk og skoða dót. Nú er ég komin aftur og ætla að sýna ykkur allskonar skemmtilegt. Fyrst ætla ég að segja ykkur frá þessu brúnkugeli sem ég rakst á í heimsókn minni í The Body Shop. Þar eru margar nýjungar í augnablikinu, hvet ykkur til að kíkja á vinkonur mínar!

gel2

Honey Bronze línan í TBS kom á markað fyrir nokkrum árum síðan og vörurnar hafa þann tilgang að gefa húðinni fallega gylltan lit og ljóma. Þetta er ekki fyrsta gelið í línunni, en ég hef sagt ykkur frá eldri týpunni, sem ég nota sjálf mikið. Vörurnar innihalda Community fair trade hunang frá Eþíópíu sem nærir húðina. Gelið er olíulaust (stór plús fyrir mig!), en gefur húðinni samt góðan raka.

gelÞetta gel myndi ég segja að væri aðeins ljósara en gamla týpan og minni glans í því, sem mér finnst ágætt, því ég þurfti alltaf að blanda það út í dagkrem til þess að það yrði ekki of dökkt. Þessi litur er hins vegar mjög fínn, áferðin er mött en gefur andlitinu samt ljóma. Ég set gelið á andlit á háls, til að hafa húðlitinn jafnan, en það hentar mjög vel til að fríska aðeins upp á húðtóninn. Ég er bæði búin að prófa að bera það á með höndunum og bursta og það gekk svona ljómandi vel. Gelið þvæst af með farðahreinsi/andlitssápu.

honey bronzeLengst til vinstri er ég nývöknuð og nýbúin að skrúbba mig (hefði kannski mátt sleppa því fyrir myndatöku!), á næstu er ég búin að setja gelið á og svo cc kremið mitt. Þetta er tilvalið til að nota eitt og sér en hentar líka undir farða. Ég nota alltaf einhvern farða ef ég ætla að reyna að vera sæt á annað borð og þar af leiðandi skellti ég á mig cc kremi. Gelið hressir heldur betur upp á fésið og verður ómissandi í rútínunni minni í sumar! Sérstaklega ef veðrið heldur áfram að vera svona óspennandi. 🙂

P.S. Í Honey Bronze línuna bættust líka við mjög fallegir highlighterar og ‘tinted leg mist’, sem virkar svipað og gelið, en er í spreyformi og sérstaklega fyrir fótleggi.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: