LAsplash!

Ég er búin að vera að fylgjast með ‘instagram merkinu’ LAsplash í nokkra mánuði og ákvað að prófa varalitina þeirra fyrir nokkrum vikum síðan. Ég pantaði 4 liti, en þeir eiga það sameiginlegt að vera í fljótandi formi og þorna mattir. Þegar ég segi mattir, þá meina ég mattari en allt sem er matt…. Matti Matt?

las2

Ég tók tvo liti úr ‘smitten lip tint mousse’ línunni og 2 úr ‘lip couture’ línunni. Munurinn á línunum er ekki mjög mikill. Báðar formúlurnar eru þykkar og fljótþornandi. Smitten litirnir eru kannski aðeins þykkari og geta flagnað af ef maður passar sig ekki á að nota nógu lítið af þeim.

Þessir litir eru gerðir til þess að tolla á vörunum allan daginn. Ég fór út að borða um daginn og það sá varla á litnum. Ég þurfti aðeins að bæta á innan á varirnar, en that’s it! Ég hef sett á mig lit kl 8 um morgun og hann var alveg eins kl 17. Vegna þess hve góð endingin er gerir það manni erfiðara að taka þá af, en þú þarft aðeins meira en bara tissjú. Þeir renna af með tvöföldum augnfarðahreinsi, ólífu- eða kókosolíu. Mér finnst þeir ekki þurrka varirnar, en ég er reyndar ekki gjörn á að fá þurrar varir, svoleiðis að ég er kannski ekki manneskja til að dæma um það.

Einhverjum kynni að þykja þeir erfiðir í ásetningu, en mér finnst best að gera útlínurnar fyrst og fylla svo inní, svoleiðis að það fari aldrei meira en ein umferð á varirnar. Þegar maður er farinn að setja umferð yfir umferð geta þeir flagnað.

Það eru engin ilmefni í varalitunum, sem gerir það að verkum að lyktin er frekar sérstök (hálfgerð gúmmílykt!), en alls ekki vond og dofnar líka strax. Þeir eru mjög pigmentaðir og eins og ég sagði þarf bara eina umferð af þeim.

Litirnir sem ég fékk mér eru frekar óhefðbundnir, en ég er mjög skotin í þeim.

photo 4 (11)

Sorrí með smellyface! Ghoulish (lip couture) er sá litur sem ég heillaðist fyrst af, en hann er líka svona ‘eðlilegastur’ af þeim. Þetta er hinn fullkomni ‘greige’ litur og passar fullkomlega í gráa safnið mitt. Ég er búin að nota hann mjög mikið. Hann er mjög líkur ‘cashmere’ frá Lime Crime, sem er búinn að vera mjög vinsæll. En ég vil helst ekki versla við Lime Crime (þið getið gúglað ykkur til um fyrirtækið!) svoleiðis að ég var löngu búin að ákveða að kaupa þennan. Það er aðeins minna bleikt í honum, en close enough!

photo 2 (19)

Vindictive (lip couture) er svolítið spes, grá-græn-blár! Ég er mjög hrifin af honum. Hann er ágætis tilbreyting frá öllum fjólubláu litunum mínum.

photo 1 (19)

Auðvitað varð ég að bæta einum fjólubláum í safnið, en þessi er reyndar næstum því blár. Hann heitir Bellatrix, en litirnir í smitten lip tint línunni heita eftir Harry Potter karakterum, sem er ekki slæmt fyrir HP fan. Já, ég er fullorðin. Hann kom í vitlausum umbúðum, en hann á að vera með svona bleiku loki eins og sá græni. Það skiptir mig voða litlu máli 🙂


photo 3 (15)

Síðast en ekki síst er það Nagini (smitten lip tint), en hann er dökkgrænn og það glansar aðeins á hann í vissu ljósi. Það er eins og það séu smááá glimmeragnir í honum, en að öðru leyti er formúlan eins og hinar. Dökkgrænn varalitur er kannski ekki eitthvað sem maður sér oft, en ég gjörsamlega ástfangin af þessum lit. Green is the new red. Eða eitthvað…

las

LAsplash fást hér! Það borgar sig að fylgjast með þeim á instagram, því þeir eru stundum með afsláttarkóða. Ég stökk  til dæmis á shipping tilboð um daginn. Litirnir kosta um 11 dollara, en sendingin kostar venjulega alveg slatta.

Hvað finnst ykkur um svona brjálaða liti?

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: