Nýlega komu í sölu nýjir augnblýantar í The Body Shop. Ég fékk að prófa nokkra þeirra og ætla fyrst að segja ykkur frá tússunum, eða ‘felt eyeliners’.
Tússarnir koma í 2 stærðum. Annars vegar ‘bold oversized’ og hins vegar ‘skinny thin’.
Þessir gaurar eru þægilegir í notkun og bjóða upp á allskonar möguleika.
Munurinn á línunum er kannski ekki eins mikill og maður býst við þegar maður horfir á tússana hlið við hlið, en það er vegna þess að það er hægt að beita þeim á mismunandi hátt. Breiði linerinn nýtist í venjulega augnlínu með spíss ef þú notar á honum oddinn og hægt er að hafa línuna mjög þykka ef maður hallar honum aðeins. Eins er hægt að fá örfína línu með mjórri tússinum, en hægt að byggja upp að vild.
Í þetta skiptið (fyrsta skiptið) ákvað ég að nota þá saman. Þótt ótrúlegt sé kæmist maður upp með að nota eingöngu breiðari tússinn í svona lúkk, en ég ákvað samt sem áður að nota fínni gæjann til að fara alveg inn í innri augnkrók og í spíssinn. Breiða gæjann notaði ég í doppuna.
Þeir eru auðveldir í notkun, línan þornar hratt og er alveg kolsvört. Það sem var sérstaklega gott við þá að mínu mati var að þeir stimpluðust ekkert upp á augnlokið þegar leið á daginn. Ég er með svolítið ‘hooded’ augu og felt eyelinerar henta mér yfirleitt ekki vegna þess að þeir stimplast frekar. Þessir komu mér á óvart og eftir 12 klst var liturinn aðeins farinn að dofna, en dreifði sér ekkert.
Þið eigið örugglega eftir að sjá meira af þessum á blogginu eða í myndböndum. Ég hlakka sérstaklega til að nota fína tússinn í allskonar dúllerí, en hann er svo fíngerður að ég gæti samið og skrifað ljóð á augnlokið á mér með honum. Ég ætla samt örugglega að sleppa því. Þegar ég reyni að semja ljóð enda þau yfirleitt í einhverju óviðeigandi bulli.
Þrátt fyrir góða endingu fljúga tússarnir af með augnfarðahreinsi. Ekkert nudd og ves. Ég las líka að þeir væru frekar mildir og hentugir fyrir fólk sem notar linsur. Það er ekki verra!
PPSSSST! Ég mæli með því að allir sem noti augnfarða dagsdaglega fjárfesti í góðum augnfarðahreinsi (og bómullarskífum) og hætti að skrúbba á sér augun með þvottapoka og vatni! Það er alls ekki gott fyrir augun. Svo hefur kókosolían líka reynst mörgum fín! 🙂
xx
Leave a Reply