L’Oréal Color Riche Matte!

Ég má til með að segja ykkur frá nýjum varalit í safninu. Þetta er litur úr nýju Color Riche Matte línunni frá L’Oréal og hann heitir ‘Mistinguette’ eða 131.

Ég er ekki vön að kaupa mér bleika varaliti (ég held að ég eigi 3), veit ekki af hverju. Kannski er ég bara of goth! Ég á það samt til að skella þeim á mig á vorin. Innst inni langar mig alltaf að vera svona pía í blómakjól með tagl í hárinu og bleikan varalit, en mér líður hálf furðulega svoleiðis 🙂

Ég fékk þennan sendann og varð strax forvitin að prófa, því ég er auðvitað sjúk í matta varaliti eins og þið vitið flest.

photo 2 (22)

Liturinn kemur í fallegu hylki og ilmar eins og blóm og ávextir. Ég spái lítið í umbúðum þegar kemur að snyrtivörum, en ég get ekki neitað því að mér finnst skemmtilegra að draga varalit í fallegum umbúðum upp úr veskinu.

photo 1 (22)Liturinn er bjartur, bleikur og frekar hlýr tónn í honum. Formúlan er æðisleg! Hann er eins og smjör í ásetningu (furðuleg lýsing? það er allavega mjög jákvætt í mínum bókum!) og skilur eftir sig flauelsmjúka áferð. Hann er litsterkur, mattur, en alls ekki þurr. Ég finn að hann nærir varirnar og þrátt fyrir það hefur hann góða endingu. Mattir varalitir nuddast yfirleitt af innan á vörunum eftir einhvern tíma og skilja eftir sig skörp skil, en þessi dofnar bara.

Ég sé fram á að nota þennan mikið í sumar og bregða út af vananum. Mér finnst ég bara fín með hann! Dóttir mín sagði mér að ég væri með fallegar varir þegar ég setti hann á mig (vildi svo auðvitað fá að prófa sjálf) og ég tek alltaf mark á henni.

Ég ætla að skoða litaúrvalið betur við tækifæri, því ég hreinlega elska þessa formúlu! Ef það verður einhver sól hjá okkur í sumar er þetta örugglega einn af þessum sem bráðna ekki af. Annars er hann örugglega snilld í rigningunni líka 🙂

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: