‘Gelneglur’ heima í stofu með L’Oréal!

Ég er búin að geyma það í svolítinn tíma að segja ykkur frá frábærum naglalökkum sem ég kynntist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Ég fékk nokkur send til að prófa og er búin að bæta 2 í safnið síðan þá, en það eru margir litir í boði. Ég er fyrst núna búin að prófa alla litina og láta reyna á endinguna á lökkunum, en það var kannski ekki alveg mark takandi á manneskju í byggingaframkvæmdum.

naglalökk 2

Þetta eru L’Oréal infallible gel lökkin sem komu út á síðasta ári. Hugmyndin er naglalakk með geláferð sem ekki þarf UV lampa.

Þrepin eru 2, en naglalakkið skiptist í lakk með lit og yfirlakk. Naglalökkin koma í einskonar pennaformi, en hægt er að taka þau í sundur.

naglalökk 1

Ég lakka yfirleitt 2 þunnar umferðir og set síðan yfirlakkið á. Lökkin eru fljót að þorna ef umferðirnar eru ekki hafðar of þykkar og árangurinn er þetta flawless (afsakið slettuna) gellúkk sem er mjög eftirsótt.

Endingin á lökkunum er mjög góð. Mest dugði mitt í viku án þess að það sæist svo mikið sem rispa á því, en ég er mamma og hef allskonar að gera, svoleiðis að ég kalla það gott 🙂

Mér finnst nauðsynlegt að nota yfirlakkið með, en liturinn virkar sterkari með því og svo skilur það eftir sig þessa háglans áferð. Sum yfirlökkin eru í smá lit og búa til svona hálfgerðan 3D effect.

Ég verð að segja að mitt algjörlega uppáhalds er ‘Forever mink’. Mér finnst hann ótrúlega fallegur, ágætis tilbreyting frá öllum gráu lökkunum mínum. ‘Timeless taupe’ fylgir honum samt auðvitað fast á hæla. Það eru líka margir fallegir rauðir litir í boði og ég get ekki gert upp á milli þeirra.

photo (12)
Forever mink

Til að ná lakkinu af nota ég L’Oréal flash manicure naglalakkaleysinn, en ef þið hafið ekki prófað svona gæja eruð þið að missa af miklu. Þetta er box með blautum (acetone fríum) svampi í sem þú stingur nöglinni ofan í og naglalakkið leysist af. Mér finnst þessi einn sá besti sem ég hef prófað, en mér finnst hann ekki þurrka neglurnar eins mikið og sumir aðrir.

naglalökk3

Einföld lausn fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara í neglur!

…eða eins og ég, búa úti í sveit, fjarri öllum naglapíum!

Lökkin fáið þið t.d. í Hagkaup, Lyf&Heilsu, Lyfju og á fleiri sölustöðum L’Oréal.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: