Það þarf engan stjörnusérfræðing til að finna það út að ég er sökker fyrir hauskúpum og öllu sem glansar og glitrar. Þegar ég sá mynd á Instagram af væntanlegri línu hjá Make Up Store, SHADE, bókstaflega frussaði ég slefi yfir símann minn.
SHADE er hönnuð af stofnanda snyrtivörufyrirtækisins, Mika Liias. Umbúðirnar eru háglans, silfurlitaðar og hauskúpur í aðalhlutverki.
Ég fékk gefins nokkrar vörur úr línunni frá Make Up Store á Íslandi og hjartað í mér tók augaslag. Ég ætla ekki að blaðra jafn mikið og venjulega, myndirnar tala eiginlega bara sínu máli.
Cover all mix hyljarinn sívinsæli kemur í þessum líka grjóhörðu umbúðum. Þennan hyljara hef ég alltaf átt til síðan ég byrjaði að farða og ekki leiðinlegt að eiga hann í svona spariumbúðum! Litirnir eru 3 og hægt að nota þá alla til að leiðrétta óvelkomna tóna í húðinni. Guli er góður yfir bólur, bleiki er góður undir augun og svo er þessi klassíski ‘neutral’ litur.
Þetta púður vildi ég varla snerta (vildi ekki skemma munstrið!), Velvet high beam ‘cashmere’, en eftir að ég gerði það er bara ekki séns að ég geti sleppt því. Það gefur mjög fallegan, léttan ljóma og er fullkominn highlighter fyrir þá sem vilja ekki of mikið.
L J Ó M I
Að lokum fékk ég þennan fallega farðabursta. Þessi verður erfðagripur einn daginn! Það er auðvelt að vinna með hann, hann gefur góða þekju og jafna áferð.
Ég mæli með því að þið tékkið á þessari línu, en hún er limited. Vona ykkar vegna að það sé eitthvað eftir!
xx
Leave a Reply