Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég gjöf frá Akila.is. Akila selur vörur frá merkjum sem margir kannast við, eins og The Balm og Pixi beauty. En þau selja einnig Concrete minerals vörur, sem kannski færri hafa heyrt um.
Concrete minerals kom á markað árið 2009 og fókusar á að selja pigmentaðar vörur með færri og hreinni innihaldsefnum heldur en margar aðrar. Concrete minerals vörurnar eru 100% Vegan og cruelty free. Þær eru lausar við til dæmis paraben og ilmefni og henta viðkvæmri húð því afar vel.
Í boði á Akila.is eru bæði mattir augnskuggar og með sanseringu/glitri, allir í lausu formi. Ég fékk að prófa litina arsenic, queen og kinky.
Arsenic er ekta litur sem ég fell fyrir, hlýr brúnn með bláu glitri.
Queen er mattur, fjólublár (svona ‘grape’ litur!)
Kinky er blágrænn með glitri í öllum regnbogans litum.
Augnskuggarnir eru litsterkir og auðvelt að blanda þá. Ég prófaði sanseruðu augnskuggana blauta líka og mér fannst þeir koma jafn vel út blautir og þurrir. Glitrið í þeim entist þó kannski aðeins lengur.
Hér notaði ég arsenic yfir augnlokið (spreyjaði fyrst á burstann minn með smá MAC fix +) og queen í skyggingu ásamt rauðbrúnum augnskugga.
Ég mæli með því að þeir sem vilji vegan og/eða cruelty free vörur tékki á þessum. Eða bara þeir sem elska fallega, glitrandi augnskugga!
xx
Leave a Reply