Davines!

Þeir sem fylgjast mikið með mér á snappinu hafa eflaust tekið eftir því að ég fékk á dögunum að testa nýjar hárvörur. Vörurnar eru frá merkinu Davines og eru nýlega farnar að fást hér á landi.

Davines var stofnað árið 1983. Fyrirtækið hefur það að markmiði að nota fyrsta flokks náttúruleg hráefni og vörurnar eru framleiddar með með virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi.

davines1

Vörurnar sem ég er búin að vera að nota eru úr línu sem heitir OI. Hún hentar öllum hártýpum, en á að gefa hárinu mýkt, glans og fyllingu.

Það fyrsta sem greip mig við þessar vörur voru umbúðirnar. Ég elska svona minimalískar umbúðir. Mér dettur alltaf í hug að það sé meira lagt í vöruna þegar umbúðirnar eru einfaldar, en auðvitað er allur gangur á því. Þær minna mig á svona gamaldags apótekaraumbúðir, en vörurnar koma í allskonar flöskum og dósum.

Það næsta sem ég féll fyrir var auðvitað lyktin. Ég er algjör sökker fyrir ilmkjarnaolíum og hreinum ilmum. Lyktin af þessum vörum er rosalega náttúruleg, svolítið öðruvísi en maður er vanur.

 

davines2

Sjampóið er laust við súlföt, en maður þarf samt sem áður bara örlítið af því ef maður nuddar lófunum saman áður en maður ber það í hárið. Ég tók strax eftir því að hárið mitt fékk meiri fyllingu, þ.e.a.s var ekki eins flatt og áður þegar ég byrjaði að nota sjampóið.

Hárnæringin er hálfgerður maski, en áferðin er þykk og maður lætur hana bíða í hárinu í 2-3 mínútur. Í henni er til dæmis apríkósusmjör og hún gefur hárinu mikla mýkt án þess að þyngja það. Hún inniheldur líka olíu sem verndar hárið gegn sólargeislum og hita. Rúsínan í pylsuendanum er svo að hún flýtir fyrir þornun hársins, sem er auðvitað algjör snilld fyrir fólk sem vill ekki nota mikinn hita á hárið og er að flýta sér.

All in one milk er svo sprey sem ég er gjörsamlega ástfangin af. Ég nota þetta í blautt hár. Spreyja yfir allt hárið, greiði í gegn og leyfi því að þorna eða blæs það. En líkt og hárnæringin, þá verndar hún hárið gegn hitanum. ‘Mjólkin’ skilur hárið eftir silkimjúkt og glansandi. Ég set hana líka stundum í þurrt hár áður en ég greiði í gegnum það, því hún er snilld í flækta enda.

PS Ég fékk líka að prófa vörur úr annarri línu, til að nota á exemið í hársverðinum á mér. Ég er bara (sem betur fer!) búin að vera mjög góð af því undanfarið, en ég læt ykkur vita um leið og ég prófa!

Ég hvet ykkur til að fylgjast með þessu merki, en vöruúrvalið er mjög fjölbreytt.

Þið fáið vörurnar frá Davines hér

Facebooksíða Davines á Íslandi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: