Ég veit hvað þið eruð að hugsa… ‘aumingja maðurinn’. En það þurfti nú ekki mikið tiltal til að fá hann í þetta myndband. Hann virtist frekar spenntur þegar ég bar spurninguna upp og hafði meira að segja orð á því þegar hann vaknaði í morgun að hann saknaði glimmerskeggsins.
Eins og venjulega er hljóðið að stríða okkur. Það er elskulegi ísskápurinn minn sem öskrar alltaf á meðan ég er að taka upp og þar af leiðandi þarf ég að fikta í hljóðinu. Ég er búin að auglýsa eftir ísskápsspons á snapchat, en enginn hefur hlustað! Það væri ekki verra ef það væri pastelbleikur SMEG.
Hvað segiði… Glimmerkind næst?
xx
Leave a Reply