First Aid Beauty!

Ég fékk fyrstu First Aid Beauty vörurnar í hendurnar í lok sumars, en ég hef verið að fá eina og eina frá Fotia.is til að testa á vandræðahúðinni minni. Ég hef fengið margar fyrirspurnir um vörurnar og ákvað að henda bara í eitt FAB blogg, þar sem ég segi ykkur frá hverri og einni vöru sem ég á.

thumb

Best að taka það fram eins og alltaf! En ég er með blandaða, viðkvæma húð og acne. Rauða línan hentar mér mjög vel.

DSC03713

Rakagelinu kynntist ég fyrst og var þá akkúrat á leiðinni til Barcelona þegar ég fékk það að gjöf. Það hentaði mjög vel í hitanum, gaf passlegan raka og ég glansaði sama sem ekkert í gegnum farða ef ég var á annað borð að mála mig. Ég þarf á aðeins meiri raka að halda núna heldur en venjulega, en ég nota þetta til dæmis alltaf þegar ég er að fara eitthvað fínt út. Fullkomið undir farða og heldur húðinni minni mattri langt fram á nótt! Það er olíulaust, gengur hratt inn í húðina og gerir svitaholurnar mínar minna áberandi. Ég fæ reglulega spurningar um uppáhalds olíulaus krem sem koma í veg fyrir glans og mæli þá alltaf með þessu.

maski

Þessi maski er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en það er að hluta til vegna þess að mér finnst svo gaman að nota hann! Þetta er peel-off maski og hann er rauður á litinn, en hann inniheldur rauðan leir. Ég reyni að nota þennan 1x í viku og hann hentar minni húð mjög vel. Húðin mín verður oft svolítið pirruð undan peel-off möskum og þessi virkar frekar róandi á hana. Hann dregur út óhreinindin í húðinni, mýkir hana og á að koma jafnvægi á olíumyndun. Húðin verður alveg súper hrein eftir að ég nota þennan. Rauði leirinn á líka að jafna húðtóninn, en mér finnst einmitt liturinn í húðinni minni hafa verið að jafnast mikið út síðustu vikur. Ég veit ekki hvort það er eingöngu þessum maska að þakka, en ég er að nota margar góðar vörur og saman hafa þær verið að vinna á mínum húðvandamálum smátt og smátt.

cleanser

Cleanserinn nota ég nokkrum sinnum í viku, gríp bæði í hann kvölds og morgna. Hann inniheldur rauðan leir eins og maskinn og hentar mér mjög vel. Hann dregur úr bólumyndun (eins og ég hef sagt ykkur eru mínar risa-bólur hormónatengdar, en ég fæ ekki fílapensla eða neitt slíkt!), kemur jafnvægi á olíumyndun og minnkar ásýnd svitahola. Þegar maður er búinn að nota þennan fær maður svona ‘squeeky clean’ tilfinningu. Mjög hressandi!

serum

Anti-redness seruminu var ég mjög spennt fyrir. Ég er, eins og ég hef áður sagt, yfirleitt með mikinn roða í húðinni. Ég nota þetta eiginlega alltaf undir rakakremið mitt á morgnana. Það inniheldur koffín, en það getur hjálpað til við að minnka roða í húðinni. Annað mikilvægt innihaldsefni er aloe vera, en það virkar sefandi á húðina, sem og engifer. Þessi snilld á að henta öllum húðtýpum. Eins og ég nefndi áður, þá er ég að nota margar vörur sem eiga að bæta húðtón/draga úr roða og þetta á örugglega sinn þátt í því. Mér finnst þetta líka nauðsynleg viðbót upp á raka.

eye roller

Augnkrem hef ég alltaf verið löt við að nota en ég lofaði sjálfri mér að fara að vera duglegri í haust. Augnsvæðið mitt er að breytast, fínu línurnar farnar að fjölga sér og ég fæ oft ekki nægan nætursvefn. Þetta hljómar kannski of dramatískt hjá mér, en ég er orðin 28 og þá fer húðin auðvitað að missa smá teygjanleika. Ég nota þetta bæði kvölds og morgna (gleymi því stundum, en hey! Þetta er aðlögunarferli!) og ég tók strax eftir því að það dró úr þrota undir augunum. Ég vakna oft með þrútin augu og þetta kælir augnsvæðið. Gelið á líka að örva kollagenmyndun og þar af leiðandi hægja á myndun fínna lína. Það inniheldur meðal annars nornahersli og koffín sem hjálpast að við að draga úr þreytumerkjum og þvíumlíku.

Þessar vörur hafa reynst mér mjög vel og ég sé fram á að þurfa að endurnýja einhverjar þeirra reglulega, þrátt fyrir að ég sé alltaf að prófa eitthvað nýtt. Flestir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar sinni húð frá merkinu. Svo eru umbúðirnar líka svo skemmtilegar 🙂

Vörurnar eru fáanlegar hér.

PSSSST ég mæli líka með því að þið tékkið á gjafakössunum sem eru í gangi! Oft er sniðugt að næla sér í svoleiðis á meðan maður er að prófa sig áfram.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: