1 skyrta – 3 útfærslur.

Vöruna fékk ég að gjöf. Mér finnst hún samt súper kúl, enda myndi ég aldrei klæða mig í eitthvað sem mér finnst ljótt. Nema auðvitað í þemapartýi til dæmis… Eða þegar ég er mjög lasin. Ég er hvorki lasin né í þemapartýi núna.

Samkvæmt snapchat fylgjendunum mínum sýni ég ykkur víst of sjaldan föt, en ég klæðist þeim nánast daglega. Ótrúlegt en satt!
Hér höfum við flík sem ég er cherstaklega hrifin af, enda elska ég flíkur sem hafa mikið notagildi. Búandi í litlu húsi hef ég ekki pláss fyrir sama magn af fötum og ég átti áður. Þess vegna kaupi ég núna orðið meira af fötum sem ég get dressað upp og niður (allt svart, eins og sálin mín að sjálfsögðu) og þessi skyrta er einmitt svoleiðis flík.

rullukraga

Skyrtan er frá MOSS REYKJAVIK úr galleri sautján, en hún kemur bæði í svörtu og hvítu. Hér notaði ég rúllukragabol úr blúnduefni undir. Súper sætt! Sorry með bra slip á fyrri myndinni. Sorrynotsorry.

blundubolur

Hálsmálið er vítt og flegið, en það er hægt að stjórna því svolítið. Hér var ég í blúnduhlýrabol undir og mér finnst það koma einstaklega vel út.

choker

Snilldin er að þegar maður gyrðir skyrtuna ofan í buxur er hægt að koma í veg fyrir að hún opnist að framan, svo þarna var ég bara í brjóstahaldara innanundir. Þetta er líka fullkomin flík til að toppa með flottu hálsmeni!

Skyrtuna finnið þið netsjopparar hér!

Buxur & belti – Asos

Skór – Jeffrey Campbell

Hálsmen – Habe by Heba

Psssst! Ef þið hafið hraðann á getið þið náð skyrtunni á Kringlukasti! En allar vörur frá MOSS REYKJAVIK eru á 20% afslætti út mánudaginn 6.mars.

xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: