Ég er svo mikið að bíða eftir vorinu/sumrinu að það endurspeglast í förðuninni hjá mér þessa dagana. Ég veit að ég þarf að bíða svolítið lengi, en maður má nú stundum láta sig dreyma. Ég var svo heppin að fá þennan varalit að gjöf um daginn frá henni Þórunni vinkonu minni, sem bloggar á thorunnsif.com, og... Continue Reading →
Vídjó: Blaður um The Body Shop
Þetta átti að koma út í gær, en tæknin var ekki að vinna með mér. Hér sýni ég ykkur uppáhalds vörurnar mínar frá The Body Shop! Endilega skiljið eftir athugasemd, 'thumbs up' eða like við færsluna ef þið viljið sjá fleiri myndbönd af þessum toga 🙂 PS. Nei, dewy meik og sterk ljós fara ekki saman. PS.... Continue Reading →
Grunge á dag kemur skapinu í lag!
Skellti í eitt svona í vikunni. Ekki kannski hressandi lúkk, en það er svosem álitamál. Á húðinni er ég með blöndu af MAC studio sculpt og MAC face and body og skellti á mig nokkrum freknum með Anastasia Beverly Hills dipbrow í litnum blonde. Kinnaliturinn er frá Body Shop og ég man ómögulega númer hvað hann er. Góð... Continue Reading →
Grammy farðanir!
Grammy verðlaunin fóru fram í gær og þar sem ég horfði ekki á þau ákvað ég að leita uppi myndir af stjörnunum og rýna í förðunina eins og svo oft áður. Hér koma nokkrar uppáhalds og einhverjar minna uppáhalds! Anna Kendrick er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst hún feila mjög sjaldan. Allt... Continue Reading →
Eitt svona pointless fyrir helgina!
Velkomin í heimildarþáttin Birna Magg reveals all! http://youtu.be/DPAf8l1G6wE Xx
Video: Soft spotlight smokey augnförðun!
Fyrir þá sem hafa ekkert að gera, þá var ég að skella saman vídjói og uploada á steinaldarinternetinu mínu, en það liggur við að það þurfi að snúa því með handsveif. Þar af leiðandi gengur allt tengt blogginu frekar hægt þessa dagana. Þess í stað einbeiti ég mér að ó-nettengdum hlutum eins og skartinu mínu... Continue Reading →
L’Oréal skin perfection!
Eigum við ekki fyrst að taka smá moment of silence og horfa á þessar umbúðir? Þær minna mig á einhvern djúsí kokteil. L'Oréal skin perfection er lína ætluð til að vinna á þeim breytingum sem verða á húðinni á milli tvítugs og þrítugs. Á þessum aldri fær fólk oft minni svefn og er undir miklu... Continue Reading →
Föstudagsmyndband!
Þá er ég búin að henda nýju myndbandi inn. Þetta er svona frekar látlaus (samt pínu öðruvísi!) augnförðun og nude varir. Auðvitað er exótísk tónlist undir, en ég stefni á að semja eitthvað gott stef á kirkjuorgelið hér heima á næstunni. Ekki? Endilega skiljið eftir athugasemd á youtube! Ekki neitt dónalegt samt. Góða helgi! http://youtu.be/Cz0FQ9TJgRA
Augabrúnamas!
Þá er komið að þriðja meistaraverkinu! Það venst furðu hratt að tala við ekki neinn og ég er alveg að fara að hætta að vera með kjánahroll. Hér sýni ég ykkur hvernig ég móta augabrúnirnar mínar, laga og breyti þeim. Bæði þegar ég er á hraðferð og ekki. Þessi rútína breytist reglulega, svo þið gætuð átt... Continue Reading →
Vídjóredding
Jæja, þá er nýjasta meistaraverkið mætt á svæðið. Til hamingju þið ef thumbnailið er ennþá ég með rottusvip í miðri setningu! Endilega gefið þessu 'thumbs up' á youtube ef þið eruð til í fleiri vandræðalega slæm myndbönd. Ég breyti þessu kannski bara í raunveruleikasjónvarp ef áhugi er fyrir hendi. Ég ákvað að hafa svona exótíska... Continue Reading →