Melted Coral!

Ég er svo mikið að bíða eftir vorinu/sumrinu að það endurspeglast í förðuninni hjá mér þessa dagana. Ég veit að ég þarf að bíða svolítið lengi, en maður má nú stundum láta sig dreyma.

melted coral

Ég var svo heppin að fá þennan varalit að gjöf um daginn frá henni Þórunni vinkonu minni, sem bloggar á thorunnsif.com, og ég held svei mér þá að þessi sumarþrá hafi byrjað frá þeim degi. Þetta er Melted Liquified Long wear lipstick frá Too Faced í litnum melted coral. Ég er búin að hafa augastað á þessum litum lengi, en þeir eru svolítið sérstakir. Þeir eru fljótandi, mjög litsterkir og koma í túpu með svampi á endanum. Svampurinn er þannig gerður að það er auðvelt að móta varirnar með honum, svoleiðis að blýantur er ekki nauðsynlegur með. Mjög þægilegir í notkun, endast lengi og liturinn er mjög fallegur.

photo 2 (15)

Ég skellti á mig mega flippuðu sumarfési í tilefni þess að það var haglél úti. Það var líka augabrúnalaus dagur. Alþjóðlegur.

Sjáiði bara hvað liturinn er fínn! Ég hlakka til að ofnota hann í sumar. Sniðugt að eiga í veskinu til að skella á sig! Ætla pottþétt að næla mér í fleiri næst þegar tækifæri gefst, en þeir fást auðvitað ekki hérlendis. Beautybay kemur samt oft að góðum notum!

Gleðilegt sumar!

xx

2 thoughts on “Melted Coral!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: