Stóra glimmerfærslan! Ekki fyrir glimmerfælna.

Nú þegar áramótin eru handan við hornið eru kannski einhverjir farnir að hugsa hvernig þeir geti glimmerað sig upp. Ég sagði 'kannski einhverjir', ekki allir. Ef þú ert ekki einn af þessum kannski einhverjum mæli ég með því að þú látir þig hverfa á stundinni. Búið ykkur undir lestur. Ég gæti skrifað glimmerbók. Lesendur mínir ættu... Continue Reading →

Jólalakkið!

Jólaneglurnar eru í boði Formula X. Ég sá mynd af þessu lakki, Alchemy, fyrir nokkrum vikum síðan og reddaði mér því frá Sephora í einum hvelli. Aðra eins dásemd hafði (og hef) ég ekki augum litið. Lakkið er gulllitað með fíngerðu glimmeri, fullkomið fyrir jólin. Ég verð að passa mig að dáleiðast ekki af marglituðu glimmerögnunum.... Continue Reading →

Nýtt í skúffunni: Inglot tvenna

Ég var svo heppin að eignast nokkrar nýjar Inglot vörur þegar mamma og pabbi komu frá Póllandi um daginn, en fyrir þá sem ekki vita, þá eru Inglot vörurnar þaðan. Ég ætla að segja ykkur frá tvennu í dag. Annað er berjalitaður varalitur og hitt er djúpfjólublátt naglalakk með sérstaka eiginleika. Naglalakkið heitir #693 og varaliturinn... Continue Reading →

Little Northies!

Fyrir nokkrum vikum síðan kom út lína frá OPI sem ber nafnið Nordic Collection. Hún er, eins og nafnið gefur til kynna, innblásin af Norðurlöndunum. Ég skellti mér á minisettið, Little Northies, á leið minni í gegnum fríhöfnina um daginn.  TFV. 'Do You Have This Colour in Stock-holm?', How Great is Your Dane?, My Voice is a Little... Continue Reading →

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: