Óskalistinn!

Eitt stærsta áhugamálið mitt er að window shoppa förðunar- og snyrtivörur á netinu. Ég á svona 100 körfur hér og þar um veraldarvefinn, fullar af dóti. Gef mér meira að segja stundum budget og skipti út og inn vörum heila kvöldstund. Ég kaupi þær sjaldnast, en læt mig dreyma um að þær birtist heima hjá mér einn daginn. Ég á það nú samt alveg til að versla mér förðunarvörur erlendis frá, en skil ekki alveg af hverju ég er ekki löngu búin að fjárfesta í vörunum sem hér um ræðir. Ég er búin að hafa augastað á þeim öllum frekar lengi, en hef samt verið að sækja eitthvað allt allt annað á pósthúsið. Vonandi fer ég að forgangsraða hlutunum betur. Here it goes:

Illamasqua – Kontrol.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA illamasqua_kontrol004

Þessi hefur verið á óskalistanum lengi og er hinn fullkomni fjólublái litur að mínu mati. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er með soft spot fyrir fjólubláum og dökkum varalitum og ég veit ekki hversu oft ég hef haldið að ég sé að kaupa rétta fjólubláa litinn. Ég fór líka einu sinni að gráta þegar ég ætlaði að sækja mér litinn ‘potent fig’ í mac og hann var strax búinn. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. EN af hverju er ég ekki bara löngu búin að kaupa þennan?

MUFE – Flash palette

makeupforever_flashpalette004

Ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri góða hluti um þessa pallettu. Mér skilst að hún sé skyldueign í special effects t.d, en blöndun á litunum gefur endalausa möguleika. Vinsælt er að nota hana í varaliti, eyeliner, sem augnskugga eða augnskuggagrunn og ef þú ert góð/ur í litafræði gætir þú jafnvel blandað þér hyljara eða corrector. Hversu mikil snilld? Hún kostar alveg mega mikið, en maður áttar sig eiginlega ekki á því hvað maður er að borga fyrir margar vörur. Allt klinkið mitt fer í Flash pallette sjóð framvegis!

Too faced – chocolate bar palette

s1578012-main-Lhero

Ég kaupi aldrei nóg af brúnum, bronze, gull og nude augnskuggum. Kannski myndi ég hætta því ef ég myndi eignast þessa? Ég var búin að setja hana í körfu á einni síðunni um daginn og búin að stimpla inn visa númerið þegar síðan ákvað að æla á mig og vildi ekkert með kortið mitt hafa. Þannig að ég fór bara á aðra síðu og keypti eitthvað annað þar, þar sem kortið mitt var velkomið…. En pallettan hefur heimsótt mig í draumi og það hlýtur bara að þýða að ég verði að eignast hana. Var ég búin að segja að aungskuggarnir lykta eins og súkkulaði? Einmitt.

The Balm – Mary-Lou Manizer

IMG_1918

Ég hef lesið svo marga góða hluti um þessa vöru. Flestir uppáhalds bjútíbloggararnir mínir nota þetta sem highlighter og eins mikið og ég elska baked bronzerinn minn frá TBS, þá væri kannski ágætis tilbreyting að prófa þennan. Þetta er að sjálfsögðu ekki bronzer, en þetta er púður sem gefur fallegan ljóma. Hægt að nota sem áherslufarða, augnskugga, highlighter uppá augnbein osfrv.

House of lashes – Siren

siren_grande

Ég er búin að fylgjast með House of lashes á instagram lengi, en nánast allar uppáhalds makeup píurnar mínar þar nota þessi augnhár. Þau eru ótrúlega vönduð, cruelty free og ekki það dýr. Þessum augnhárum, ‘Siren’, er ég sérstaklega spennt fyrir vegna þess að þau minna mig á #35 frá Mac og ég eeeeelska þau. Bara glææætan að ég tími að kaupa mér þau eins oft og ég vil! Ég veit að þau eiga að vera fjölnota, en þau eru ekkert rosalega flattering þegar maður er búin að plokka af þeim lím í 2 skipti. Ég er mjög hrifin af augnhárum með glæru bandi, því ég vil geta verið með engan eyeliner. Mac #35 gefa látlausri augnförðun bara eitthvað svaka pop og ég elska það. Þau eru líka svolítið freaky, ófullkomin, flækt og skemmtileg. Ég er næstum því viss um að þessi myndu gera eitthvað svipað fyrir mig og það verður ekki langt þangað til þau rata í póstkassann.

Stila – Magnificent metals. 

S91603_product_detail IMG_7615

Ég reyndi svo mikið að kaupa þetta síðasta haust. Ég kaupi aldrei snyrtivörur frá USA því sendingarkostnaðurinn er svo svakalegur og svo tekur það líka oft svo langan tíma að fá vöruna. Þetta virtist bara aldrei ætla að koma til Bretlands! Ég svaf á refresh takkanum á þessum bresku síðum sem seldu Stila og það gerðist bara ekkert. Svo komst ég yfir þetta eins og 15 ára stelpa í ástarsorg og löngunin bara leið hjá af því að ég fann örugglega eitthvað annað sniðugt. Núna hins vegar er ég byrjuð að þrá þetta aftur. Svona svo ég komi mér að efninu, þá er þetta augnskuggi/glimmer/pigment (veit ekki alveg hvernig er hægt að lýsa því) í föstu formi, sem kemur í nokkrum litum. Ætli besta orðið til að lýsa þessu væri ekki glimmer, en þetta eru samt ekki þessar týpísku glimmeragnir, heldur er þetta notað svipað og pigment. Það kemur af þessu svona sérstök ‘foil’ metal áferð og ég get skoðað myndir af þessu endalaust. Droparnir sem fylgja með eiga að bleyta upp í þessu og þétta áferðina. Svo fallegt! Ég elska svona metal áferð á augnlokum og það er líklegast sú augnförðun sem ég nota mest þegar ég er að fara eitthvað fínt.

Melt cosmetics – Space cake lipstick

DSCF9476 e4a9f697d6d4caefa38fe994fd96ed37

Síðast en ekki síst eru það varalitirnir frá Melt cosmetics. Mér finnst þessi litur geðveikur, sama hvað þið segið. Hann er blágrár og fallega mattur. Ég sé mig fyrir mér nota hann mjög mikið, en samt er ég algjör auli og hef ekki ennþá keypt hann. Melt cosmetics var stofnað fyrir ári síðan af uppáhalds makeup artistanum mínum, Lora Arellano. Ég er búin að fylgjast með henni á tumblr og instagram í nokkur ár eins og versti stalker.. alveg frá því að hún byrjaði sem venjulegur starfsmaður í mac og þangað til hún gerðist private makeup artist fyrir Rihönnu. Það eru fleiri litir þarna sem mig langar í, en þessi er eitthvað svo sérstaklega…. einstakur. Hef aldrei séð þennan tón í varalit áður.

Ég hata netið mitt meira en frauðplast, svo ég ætla ekki að telja fleira upp í bili!

One thought on “Óskalistinn!

Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: