Frönsk apótek

Ég ætlaði mér að búa til nýjan óskalista yfir hluti sem mig langar óstrjórnlega mikið í, eins og ég gerði hér, en áttaði mig fljótlega á að ég væri frekar lituð af útlandaferðinni minni eftir 10 daga. Verandi á leið til Frakklands,  þá urðu nokkrar franskar húðvörur allt í einu ómissandi á snyrtiborðið mitt. Fyrir þá sem ekki vita, þá eru frönsk apótek ‘die Scheiße’ (ég ætla að leyfa mér að sletta á þýsku af því ég er svo mikill heimsborgari, en kann ekki stakt orð í frönsku).  Frakkar framleiða ógrynni af topp klassa húðvörum sem seldar eru í þessum litlu apótekum á hverju götuhorni. Ég ætla að taka nokkur dæmi um vinsælustu húðvörurnar þeirra og svo læt ég ykkur kannski vita hversu háa yfirvigt ég þarf að borga um miðjan sept. Mér finnst svolítið skemmtilegt að allir Frakkar mæli með því að versla húðvörur í apótekunum, en ekki stórum verslunum eins og Sephora. Ég er svolítið heilluð af þessu vegna þess að ég er ekki mikið fyrir að kaupa mjög dýrar húðvörur. Ég vil frekar kaupa gæði heldur en fallegar umbúðir og finnst mjög spennandi að finna svona gimsteina eins og virðast leynast í frönsku apótekunum.

avene_v_25jan13_pr_b
Þetta andlitsvatn frá Avéne er þekkt fyrir að hafa sefandi áhrif á húðina. Mjög gott fyrir viðkvæma húð eins og margir samlandar mínir hafa. Vá hvað samlandar og sandalar eru lík orð. Eða salamandra? Reynið að segja samlanda salamandra með sandala geðveikt hratt.
cicaplast_laroche_v_29jan13_pr_b
La Roche Posay er merki sem ég er mjög spennt fyrir. Þeir bjóða upp á línur sem henta öllum og ég hef heyrt mjög góða hluti. Ég á eftir að skoða möguleikana fyrir pizzaface eins og mig aðeins nánar áður en ég fer að tala um einhverja sérstaka vöru, en cicaplast baume b5 er einstaklega græðandi krem fyrir alla fjölskylduna og er mjög vinsælt.
Embryolisse
Embryolisse merkið kannast kannski einhverjir við, en það hefur verið til í 60 ár ef ég man rétt. Ég var svo ung þá. Þetta krem er hetja merkisins og er til dæmis talið skyldueign allra makeup artista, því þetta er einfaldlega frábært rakakrem sem hentar öllum húðtýpum. Það er ríkt af fitusýrum og vítamínum og fullkomið undir farða.
klorane_v_25jan13_pr_b
Þetta er víst besta þurrsjampóið í bænum. Sjálfur Karl Lagerfeld notar það og ekki lýgur hann kallinn. Taglið hans virkar allavega alltaf mjög hreint.
Nuxe-Huile-Prodigieuse-Dry-Oil
Nuxe þurrolíuna nota Frakkarnir mjög mikið sjálfir. Ekki eingöngu á líkamann, heldur líka í hár og andlit. Þessi inniheldur 98.8% náttúruleg innihaldsefni, er laus við silicone og sögð henta öllum húðtýpum. Ég set alltaf spurningarmerki við að bera olíu á olíumikla húð í andliti, en ég hef svosem ekki kynnt mér innihaldsefnin í þessari. Kannski að ég geri það áður en ég stend eins og fáviti inni í frönsku apóteki að þykjast geta lesið eitthvað aftan á vörurnar.
pflegen-tipps-beautyprofis-07-homeoplasmine-boiron
Þetta krem er sagt vera svar Frakklands við 8-hour cream frá Elizabeth Arden. Það sefar, gefur raka og mattar samt húðina og því tilvalið undir farða. Þú getur notað það á varirnar, þurrkubletti á líkamanum, sólbruna ofl. Undrakrem! Lúkkar svolítið eins og tannkremstúpa, en eins og ég sagði.. Þú ert ekki að borga fyrir bjútífúl umbúðir, heldur gæði.
Uriage-Soothing-Repair-Barrier-Lip-Balm
Frakkarnir eru víst þekktir fyrir góða varasalva og þessi er sagður sérstaklega rakagefandi og græðandi.
Vichy spot hero_thumb[5]
Vichy þekkja flestir, en það er eitt af fremstu húðmerkjum Frakka. Þeir eiga stórar línur og fókusera á að ráðast á vandamálið og laga það. Ég varð að hafa þennan huggulega mann með, því hann er svo sannfærandi. Engin húðlýti sjáiði til. Neidjók mér finnst hann voða lítið huggulegur. Hvað er málið með þetta smelly face?
31j-rHjWBDL
Bioderma farðahreinsirinn er frábær. Ég veit það vegna þess að ég hef átt hann. Hann hreinsar allt. Þá meina ég allt. Í einni stroku. Svona að öllu gríni slepptu, þá vissi ég ekki að það væri hægt að dásama augnfarðahreinsi svona mikið, en það er ekki annað hægt með þessa vöru. Hann er bæði notaður til að hreinsa augnfarðann og andlitið. Fun fact: Franskar konur vilja upp til hópa helst ekki þvo á sér andlitið með vatni vegna þess að þær segja að það þurrki húðina og þar af leiðandi fái þær hrukkur fyrr. Þess vegna nota þær þessa sápufríu lausn sem hentar öllum húðtýpum.

Stay tuned! xx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: