L’Oreal Nude Magique CC Cream – Anti- Redness

Mig langar að segja ykkur frá einni snilld sem ég prófaði nýlega, en það er CC kremið frá L’Oreal. Ég veit að ég er ekki að finna upp hjólið og er sennilega manna síðust til að kaupa þetta krem, enda hef ég átt í hamingjusömu sambandi við maybelline bb kremið mitt síðastliðið ár. En mér fannst ég þurfa að prófa þetta, þar sem ég hef alltaf verið að berjast við roða í andliti. Ég er með rauð ör í kinnunum sem renna saman í eitt og láta mig líta út eins og ég hafi verið slegin fast utan undir. Believe you me, það er ekki alveg lúkk sem ég er að leitast eftir.

cckrem.jpg

Ég prófaði einhverntíman Eucerin krem með grænum pigmentum sem átti að draga úr roða og varð fyrir rosalegum vonbrigðum, því örin komu bara í gegn og græni liturinn kom í gegnum farða. Það gerði bara núll fyrir mig og ég hét því að treysta aldrei aftur á nein svona krem sem ættu að draga úr roða og hef lifað í sátt og samlyndi með full coverage meiki og hyljurum síðan þá. Ég dauðöfunda samt alltaf í laumi stelpur sem geta skellt kinnalit beint á andlitið og ekki litið út eins og þær séu með húðsjúkdóm.

Ég ákvað að stökkva á þetta krem í hálfgerðu stundarbrjálæði og skellti því á mig þegar ég kom heim. Fyrst varð það skærappelsínugult á minni fölu húð, en svo dofnaði liturinn aðeins. Þetta krem er vissulega dökkt, það er enginn vafi á því. Það kemur bara í einum lit og ef ég myndi ekki nota brúnkukrem væri það aaaaallt of dökkt fyrir mig og ég mæli þess vegna ekki með því fyrir aðrar vampírur.

Hvað þekjuna og ‘anti-rednessið’ varðar er þetta algjör snilld! Ég ætlaði varla að trúa því hvað þetta jafnaði litinn vel út án þess að vera ‘heavy’ á húðinni. Það þornar alveg matt og virkar mjög eðlilegt. Ég hef prófað að dreifa úr því með puttunum, en ég fíla betur að nota það með meikbursta. Ég get sett kinnalit og púður beint yfir, ekkert vesen! Það þarf sem sagt ekkert að festa það með púðri og ég byrja að glansa aðeins í gegn eftir svona 8 klst, sem mér finnst mjög góð ending.

ljota.jpg
Svona lítur húðin mín út á mjög góðum degi, en ég setti cc kremið á vinstri helminginn og þið sjáið hversu mikill munurinn er!

Þessi krem koma í einhverjum útfærslum, allavega er til ‘anti-dullness’ líka, sem er örugglega fínt fyrir húð sem vantar pínu frískleika.

photo (1)
17 ára Birna hefði örugglega ekki slegið hendinni á móti einu svona CC kremi ef þau hefðu verið til. Ég hef samt greinilega ákveðið að tóna bolinn minn við fésið. Mjög góð hugmyndNOT. (Var að gramsa í gömlu dóti. #LOLmynd #awkwardphoto #babyface #bollukinnar #bleikurbolur?!).

 

Verí næs! Læk! *****

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

Create a free website or blog at WordPress.com.

Up ↑

%d bloggers like this: